...
Hefja fund (New Meeting): Þegar smellt er á örina kemur felligluggi þar sem hægt er að velja þitt fundarherbergi. Ef smellt er beint á New Meeting þá verður til nýtt og tímabundið fundarrými. Mundu að þú þarft alltaf að deila númerinu eða hlekknum að fundinum.
Tengjast fundi (Join): Ef þú ert með númer að fundarherbergi þá smellir þú á Join, skrifar inn númerið að fundinum og tengist þannig fundinum.
Búa til fund (Schedule): Skipuleggja fund, t.d. fyrir námskeið. Mundu að þú þarft alltaf að deila númerinu eða hlekknum að fundinum.
Deila skjá (Share Screen): Hægt er að tengjast fundi á Zoom og aðeins deila skjánum að tölvunni.
Veldu hvað þú vilt deila á Zoom fundinum.
...