...
- Appið heitir „TaxiHreyfill“. Háskólinn á Akureyri hefur verið stofnaður netnotandi fyrir viðskiptareikning 4178 sem virkja þarf í Hreyfils-appinu.
- Til að virkja reikninginn í appinu þarf að fara í Stillingar og þar undir Persónuupplýsingar. Skrá þarf nafn starfsmanns og svo smella á hnapp sem á stendur Reikningur. Þegar smellt er á hnappinn kemur upp innskráning þar sem notandanafnið UNAK og lykilorðið E211 er sett inn. Appið man þær stillingar svo aðeins þarf að gera þetta einu sinni.
- Þegar appið er komið með stillingarnar birtist nú undir „Viðskiptavinur“ val um að merkja við hvort á að nota reikninginn eða ekki. Sjálfgefin stilling er að nota ekki reikninginn, svo ekki sé óvart sett í reikning ef um einkaferð er að ræða.
Vor 2021 var útboð á bílaleigusamningum Ríkiskaupa. Til næstu tveggja ára ber okkur að versla við Avis –,Blue Car Rental eða Hertz bílaleigu.
Nú sem fyrr gildir að við leitumst við að lágmarka kolefnismengun HA og tökum rafmagns- eða hreinorkubíla í öllum þeim tilfellum sem vegalendir og aðstæður leyfa.
Þegar við erum að ferðast á eigin vegum getum við einnig fengið kjör háskólans á bílaleigubíl hjá ALP
- Avis (höfum ekki enn fengið slíka staðfestingu frá öðrum). Starfsfólk gengur sjálft frá bókun á heimasíðu bílaleigunnar og er nóg að panta með HA netfangi til að nýta afsláttinn fyrir ferðir í einkaerindum. Starfsfólk greiðir sjálft fyrir afnotin þegar bókun hefur verið staðfest. Starfsmaður ALP
- Avis á Akureyri er Sverrir Guðmundsson og er netfangið hans sverrir@alp.is
Algengar spurningar og svör
...