Table of Contents |
---|
Um Turnitin
Turnitin er forrit sem notað er í þeim tilgangi að koma í veg fyrir ritstuld. Með því að senda efni í gegnum forritið gerir það notendum kleift að skoða samsvaranir sem finnast milli innsenda efnisins og þess sem fyrir er í gagnasafninu. Turnitin greinir ekki einungis ritstuld heldur leiðir líka til bættra vinnubragða við heimildanotkun og ritgerðasmíð. Hér á landi var innleiðing Turnitin samstarfsverkefni allra íslensku háskólanna en nú hafa framhaldsskólarnir bæst í hópinn og eru að taka sín fyrstu skref í notkun forritsins.
...