Forritið Pebblepad er hannað með það að markmiði að halda utan um persónuleg gögn einstaklinga bæði í námi og vinnu á rafrænu formi. Hönnuðir leggja sérstaka áherslu á að forritið sé notendavænt, sjónrænt og að auðvelt sé fyrir hvern notendahóp að aðlaga að sínum þörfum (https://www.pebblepad.co.uk). Sérstaklega hefur verið unnið með útfærslu á klínísku námi innan heilbrigðisgeirans. Umsjónarmenn verknáms geta sett inn allt sem tengist mati nemenda og þeir aðilar sem eru úti á vettvangi nýtt sér rafræna möguleika forritsins til að meta hvern þátt hjá hverjum og einum nemenda. Forritið er nemendamiðað og gerir ráð fyrir að nemendur beri ábyrgð á þessum hluta í sínum námsferli.
Table of Contents |
---|
Hjúkrunarfræði
Deila matsblaði með klínískum kennara
Farðu inn á https://v3.pebblepad.co.uk/login/unak/
Skráðu þig inn.
Smelltu á Resources.
Veldu skránna sem á að deila.
Gefðu skjalinu nafn.
Smelltu á I want to og síðan Share.
Veldu For assessment.
Veldu síðan námskeiðið sem er verið að meta færnina í.
Hakaðu í kassann til að samþykkja skilmálana, smelltu síðan á Share for assessment.
Deila matsblaði með matsaðila (external)
Farðu inn á https://v3.pebblepad.co.uk/login/unak/
Skráðu þig inn.
Smelltu á Resources.
Veldu skránna sem á að deila.
Gefðu skjalinu nafn.
Smelltu á I want to og síðan Share.
Veldu For assessment.
Veldu síðan námskeiðið sem er verið að meta færnina í.
Hakaðu í kassann til að samþykkja skilmálana, smelltu síðan á Share for assessment.
Smelltu síðan aftur á I want to.
Smelltu á Share.
Smelltu svo á With an external assessor.
Skrifaðu netfangið á matsaðilanum og smelltu á leita takkann.
Þá birtist nafnið á matsaðilanum, smelltu síðan á Share asset til að gefa honum aðgang að skjalinu.
Fylla út miðju- og lokamat í Atlas
Farðu inn á https://v3.pebblepad.co.uk/login/unak/ til að skrá þig inn á PebblePad.
Settu tölvupóstinn þinn sem notendanafn og lykilorðið sem þú fékkst í pósti. Smelltu á Login to PebblePad til að skrá þig inn.
Smelltu á Atlas táknmyndina.
Finndu námskeiðið (e. workspace) sem skjalið er í, sem þú ætlar að meta, og smelltu á það.
Leitaðu að verkefninu sem á að meta og veldu það með því að smella á það.
Til að velja öll verkefni hjá einum nemenda, skrifaðu þá nafnið á honum og hakaðu í efsta kassann til að velja allt efnið.
Smelltu síðan á Report og Templets.
Þá opnast öll gögnin hjá nemendanum þannig að hægt er að skoða yfirlit í allt mat. Hægt er að niðuhala gögnunum sem CSV skrá, Excel, með því að smella á Download as CSV.
Skrunaðu neðst á síðuna til að skoða svörin á bakvið gögnin.
Til að meta nemendann, smelltu núna á Submissions.
Veldu miðju- og lokamat nemenda.
Þá opnast nýr gluggi með gögnum nemenda, smelltu núna á miðju- og lokamat flipann.
Veldu annað hvort miðju- eða lokamat.
Veldu þá matsþætti sem eiga við í matið á nemendanum.
Svona lítur miðju- og lokamatið út. Munið að vista alltaf skjalið í lok mats á nemenda.
Hvernig klínískur kennari metur nemenda í Atlas
Byrjaðu á því að fara inn á https://v3.pebblepad.co.uk/login/unak/.
Skráðu inn tölvupóstinn þinn sem notenda og settu inn lykilorðið sem þú fékkst sent í tölvupósti. Smelltu síðan á Login to PebblePad.
Smelltu núna á Atlas táknmerkið til að opna kerfið.
Leitaðu að námskeiðinu (e. workspace) sem nemandinn er í og smelltu á það til að opna námskeiðið.
Hér er listi yfir skjölum, mat á frammistöðu nemenda. Veldu skjal nemenda sem á að meta til að byrja að meta hann.
Farðu í gegnum skjalið og fylltu út matið á nemendanum.
Mundu að skruna alveg neðst í skjalið og smella á Save til að vista matið.