Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

Table of Contents

Ná í Panopto upptökukerfið

Iframe
srchttps://akureyri.cloud.panopto.eu/Panopto/Pages/Embed.aspx?id=ff319e3b-a6b4-49b7-9cff-b2f5b0f38359&v=1

Farðu inn upptaka.unak.is.


Efst í hægra horni á heimasvæði þínu er nafnið þitt og þar fyrir neðan stendur Download Panopto. Smelltu á Download Panopto.


Þá opnast gluggi með lista yfir útgáfur fyrir Panopto. Ef þú ert með Windwos stýrikerfi, smelltu á Windows táknmyndina. En ef þú ert með Apple stýrikerfi, smelltu á OS táknmyndina. Fyrir Windows notendur er nóg að smella á 32-bit útgáfuna. Apple notendur þurfa að ná í útgáfu sem passar við útgáfuna á því stýrikerfi sem þeir eru að nota. Ef stýrikerfið er reglulega uppfært, smelltu þá á OS X 10.9 and up.

Þegar tölvan er búin að ná í kerfið, smelltu á skránna til að hefja uppsetningu.


Hér þarf ekkert að breyta, smelltu því á Next.

Smelltu svo á Install til að hefja uppsetningu.

Þegar uppsetning er klár, þá opnast Panopto forritið þar sem þú getur skráð þig inn.

Fara inn á Panopto heimasvæðið (vefvafri)

Farðu inn á síðuna upptaka.unak.is.


Smelltu á efsta gluggann og veldu kennslukerfið sem þú ert að kenna í. Ef þú ert að kenna bæði í Canvas og Moodle, þá skiptir ekki máli hvort er valið.


Veldu annað hvort Canvas eða Moodle-HA og smelltu á Sign in.

Moodle-HA innskráning: Settu in notendanafn þitt og lykilorð og smelltu á Innskrá.


Canvas innskráning: Smelltu á Innskráning á þeim stað sem á við, settu in notendanafn þitt og lykilorð og smelltu á Sign in/Innskráning

Nemendur og starfsfólk HA

Stundakennarar sem eru ekki með @unak.is netfang


Símenntun Háskólans á Akureyri

Nú ertu komin/nn á heimasvæði þitt á Panopto.

Deila upptöku með öðrum notendum

Iframe
srchttps://unak.panopto.nordu.net/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=0b283e40-7093-4c61-8198-6e01a3b9a9a5&start=undefined

Færðu músina yfir myndbandið, þá birtast fimm tákn sem hægt er að smella á. Smelltu á deila, e.share, táknið.

Efst uppi eru tvær tegundir af hlekkjum sem hægt er að afrita og deila með öðrum. Þar fyrir neðan eru stillingar á því hver hefur aðgang að upptökunni, e.Who has access. Smelltu á örina, sem er staðsett í grá kassanum (e. Specific people).

Þegar smellt er á örina þá koma fleiri valmöguleikar á því hverjir hafa aðgang að upptökunni. Ef upptakan á að vera aðgengileg aðilum innan, starfsfólki og nemendum, þá er mælt með að velja Anyone at your organization with the link. En það þýðir að allir með HA netfang hafa aðgang að upptökunni, en þurfa að hafa hlekkinn að upptökunni. Ef upptakan á að vera aðgengileg fyrir aðila utan háskólans, þá þarf að velja Anyone with the link.

Einnig er hægt að bjóða fólki að hafa aðgang að upptökunni. Smelltu á reitinn fyrir neðan Invite people og ritaður póstfangið hjá þeim aðila sem þú vilt bjóða aðgang að upptökunni. Ef aðilinn er með HA netfang, þá er hægt að skrifa nafnið á viðkomandi. Smelltu síðan á nafnið til að gefa aðilanum aðgang að upptökunni.

Þegar búið að er að velja þann sem á að deila upptökunni með, þá þarf að smella á Send and Save changes. 

Færa eða afrita upptöku í aðra möppu

Iframe
srchttps://akureyri.cloud.panopto.eu/Panopto/Pages/Embed.aspx?id=6741c110-05f2-4677-83c8-f0fefd477f17&v=1

Byrjaðu á því að finna upptökuna sem þú vilt færa eða afrita og færðu músina yfir upptökuna.


Þá kemur kassi, efst uppi í vinstra horninu á upptökunni. Hakaðu í kassann á þeim upptökum sem þú vilt færa eða afrita. Smelltu síðan á Move eða Copy.


Nú þarf að velja möppuna sem afritið á að fara í. Hægt er að velja úr listanum, sem saman stendur af námskeiðum sem þú hefur aðgang að. Einnig er hægt að nota leitargluggann ef námskeiðið sést ekki í listanum.


Þegar búið er að velja möppuna þá þarf aðeins að smella á Copy og þá afritast upptakan.


Ef allt gekk upp, þá stendur Done í staðin fyrir Copy og afrit af upptökunni er núna komið í möppuna sem var valið.


Ferlið er alveg eins við að færa upptöku. Þegar búið er að velja möppuna þá þarf aðeins að smella á Move og færist upptakan.


Ef allt gekk upp, þá stendur Done í staðin fyrir Move og upptakan er núna komin í möppuna sem var valin.

Klippiforritið í Panopto

Klippa upptöku í Panopto

Byrjaðu á því að finna efnið sem þú ætlar að klippa, smelltu á Edit til að hefja klippingu. Gott er að hafa í huga að klippiforritið er NDE (e. non destructive editor), sem þýðir að það er alltaf hægt að afturvirkja klippingu. 


Þá opnast nýr gluggi og nú er hægt að byrja að vinna í upptökunni.


Finndu hlutann  sem þú vilt klippa út úr fyrirlestrinum. Vinstri smelltu með músinni og dragðu músina yfir þann part sem þú vilt losna við. Þá kemur svona grátt svæði yfir þann hluta sem þú valdir. Til þess að losa sig við klippinguna þá þarf aðeins að hægri smella á flipann og draga gráa svæðið saman.

Þegar búið er að klippa efnið í burtu, þá þarf að smella á Publish til að staðfesta klippinguna. 

Bæta efni inn í upptöku (e. Add content)

Hægt er að bæta efni inn í upptökur á Panopto. Það er gert með því að smella á plús merkið og þá opnast gluggi með öllum möguleikunum. Hér fyrir neðan eru síðan leiðbeiningar um hvert atriði.


Hafðu í huga að staðsetning nálarinnar á tímalínunni, rauða línan á myndinni fyrir neðan, sýnir hvar efnið mun koma í upptökuni.

Bæta við streymi (e. Add a stream)

Hægt er að setja inn myndbands klippu úr tölvunni og ákveðnar tegundur af skjölum, t.d. pdf, powerpoint mp4 og fleira, inn í upptökuna. Hafðu í huga að efnið fer á þann stað í upptökunni þar sem nálin er á tímalínunni.


Þegar smellt er á Upload primary audio or video, þá opnast nýr gluggi þar sem þú velur hvað á að fara inn í upptökuna og smellir síðan á Open. 


Athugið að stærð upptöku hefur áhrif á hversu langan tíma það tekur að hlaða henni inn.

Þegar smellt er á Upload secondary video or Powerpoint þá opnast eins glyggi og birtist hér að ofan. Finndu skjalið sem þú vilt bæta við og smelltu síðan á Open.


Athugið að stærðin á skjalinu hefur áhrif á hversu langan tíma það tekur að hlaða henni inn.

Bæta við annarri Panopto upptöku (e. add a clip)

Þegar smellt er á Add a clip, þá opnast nýr gluggi þar sem hægt er að leita að þeirri Panopto upptöku sem þú vilt bæta við. Aðeins er hægt að velja eina upptökur í einu. Þegar upptaka er valin þá smellir þú á Insert, þá hleðst upptakan inn á þann stað sem nálin var á tímalínunni.

Ef þú vilt breyta staðsetningu á upptökunni, farðu þá í Contents, finndu upptökuna, færðu músina yfir hana, smelltu á punktana þrjá og veldu Edit. Ef þú vilt eyða upptökunni þá smellir þú á Delete.

Hér getur þú valið hvenær nýja upptakan á að spilast, smelltu á Save til að vista breytingarnar.

Búa til próf í upptöku (Add a quiz)

Þegar smellt er á Add a quiz þá opnast nýr gluggi, þar sem prófið er búið til. 

Hægt er að breyta tegundum á spurningum með því að smella á svæðið þar sem stendur núna Multiple Choice. Þá opnast flettigluggi þar sem hægt er að velja á milli rétt eða rangt- og tvær tegundur af fjölvals spurningum. Til að bæta við svarmöguleikum þá smellir þú á Add answer...

Öll próf eru búin til á sama máta. Þú byrjar á því að búa til spurningina, síðan svörin og velur hvaða er rétt svar. Einnig er hægt að bæta við útskýringa texta við rétta svarið. Til að bæta við annarri spurningu við prófið, þá smellir þú á Add a Question. Annars þá smellir þú á Done.

Þegar smellt er á Done þá opnast nýr gluggi með upplýsingum um prófið og stillingum sem hægt er að breyta.

Hægt er að ákveða nýja tímasetningu/staðsetningu á prófinu í upptökunni með því að breyta tímanum í Quiz Position. Einnig er hægt að ákveða hvort nemendur geti tekið prófið oftar en einu sinni (e. Allow viewers to retake this quiz), sýna nemendum einkunn eftir að hafa þreytt prófið (e. Show grade after taking this quiz) og leyfa nemendum að skoða rétt svö og útskýringar (e. Allow review of correct answers and explanations).  Auk þess er hægt að koma í veg fyrir að nemendur geti haldið áfram að horfa á upptökuna, nema að þú taki prófið og nái því (e. Block advancing in the video until answering this quiz). Ef það eru margar spurningar í prófinu þá er hægt að breyta staðsetningum þeirra með því að smella á örvarnar sem eru til hliðar við spurninguna. Til að klára uppsetingu á prófinu þá smellir þú á Finish.


Setja YouTube myndband í upptöku (e. Add a YouTube video)

Til þess að setja YouTube myndband inn í upptökuna þá þarftu fyrst að afrita hlekk af myndbandinu. Settu síðan hlekkinn í gluggann þar sem stendur Link. Hægt er að stilla hvenær myndbandið á að spilast í upptökunni í glugganum þar sem stendur Time. Hægt er að stilla hvort það eigi að spila eitthvað ákveðið tímabil í YouTube myndbandinu, það er gert með því að setja inn upphafstíma (e. Start) og lokatíma (e. End). Einnig er hægt að ákveða hvort það eigi að sýna stillingar á myndbandinu (e. Show YouTube controls) og hvort myndandið eigi að spilast að sjálfu sér (e. Autoplay). Loks smellir þú á Done til að klára að setja myndbandið inn.

Setja heimasíðu inn í upptöku (e. Add a webpage)

Hægt er að setja heimasíðu inn í upptöku, þannig að hægt sé að vafra inn á síðunni inn í upptökunni. Gefðu síðunni nafn, svo hún birtist í kafla skiptingunni (e. Table of Contents) í Panopto. Þú getur breytt hvenær vefsíðan á að birtast í upptökunni (e. Time) og ákveðið á hvaða tímalínu síðan á að birtast (e. Stream). Búðu til leitarorð fyrir síðuna svo hægt sé að leita að henni í upptökunni (e. Search keywords). Afritaðu hlekkinn af heimasíðunni og settu hann í https:// gluggann (e. Link), smelltu svo á Save.

Nú er hægt að vafra á heimasíðunni, inn í upptökunni.

Skoða áhorf á upptökum

Skoða áhorf á námskeiði

Til að skoða áhorf fyrir allt námskeiðið, smelltu á Stats sem er efst í hægra horninu.

Þá opnast nýr gluggi, hér er hægt að skoða áhorfstölurnar á upptökunni.

Hægt ert að skoða áhorf með eftir farandi leitarskilyrðum:

  • Síðasta sólarhring

  • Síðustu viku

  • Síðasta mánuð

  • Frá upphafi

  • Velja sérstak tímabil til að skoða


Skoða áhorf á einni upptöku

Ef þú vilt skoða áhorf fyrir eina upptöku, smelltu á Stats við upptökuna.

Þá opnast nýr gluggi, þar sem hægt er að skoða áhorfin yfir allar upptökur í námskeiðinu.

Hægt ert að skoða áhorf með eftir farandi leitarskilyrðum:

  • Síðasta sólarhring

  • Síðustu viku

  • Síðasta mánuð

  • Frá upphafi

  • Velja sérstak tímabil til að skoða

Grafið sýnir fjölda áhorfa, hversu margar mínútur er búið að horfa á og tímastimpil á þeim tíma sem horft var á.

Fyrir neðan er svo listi yfir top hundrað upptökur í námskeiðinu. Auk þess að sýna eftirfarandi upplýsingar.

  • Áhorf

  • Hvað er búið á horfa á mikið í heild (mínútur)

  • Hvað er búið að horfa á mikið í meðaltali (mínútur)

  • Einstakir notendur

Til að niðurhala upplýsingum um áhorfið, skrunaði þá neðst á síðunni og veldu hvað þú vilt ná í.

Stillingar á Panopto upptöku

Smelltu á tannhjólið til að fara í stillingar á fyrirlestrinum.


Þegar þessi gluggi kemur upp, skrollaðu alveg niður.


Hér er hægt að stilla hvenær upptakan á að vera aðgengileg fyrir nemendur.

Breyta stillingum á upptöku (e. Overview)

Iframe
srchttps://unak.panopto.nordu.net/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=540c8662-2e86-49af-a8b6-a0cb368f082a&start=undefined

Breyta stillingum á upptöku (e. Outputs)

Iframe
srchttps://unak.panopto.nordu.net/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=04b778da-9dd6-4602-ae70-123dd6b386c8

Notkun á Panopto í upptöku

Iframe
srchttps://unak.panopto.nordu.net/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=9e6bf3d2-abbc-4fcd-80e4-2c53f8b02e59&start=undefined

Opnaðu Panopto og smelltu á Sign in.

Nýr gluggi mun opnast í vefvafranum, þar sem óskað er eftir að heimila notkun á Panopto í tölvunni. Smelltu á Open Panopto Recorder.

Veldu Canvas og smelltu á Sign in.

Núna ertu vona lítur upptökuforritið út þegar búið er að kveikja á því.

Smelltu á gluggann í Folder til að velja í hvaða námskeið upptakan á að fara í.

Mælt er með að gefa upptökunni sérheiti.


Aðal stillingar (e. Primary Sources)

Hægt er að bæta vefmyndavél við upptöku (e. Video)

Mikilvægt er að velja réttan hljóðnema áður en upptaka fer af stað (e. Audio)

Mælt er með að gæðin séu stillt á High (e. Quality)

Hakaðu í Capture Computer Audio til að taka upp hljóð úr tölvunin, t.d. hljóð úr myndbandi sem er spilað í upptöku.

Þegar vefmyndavélin er valin, þá verður kemur upp sýnishorn af henni í glugga fyrir ofan Video og hljóðstyrks mælirinn færist til hliðar.

Þegar línan á hljóðstyrks mælinum hreyfist, þá er hljóð að berast inn í upptökuna. Mikilvægt er að hefja ekki upptöku ef þessi lína hreyfist ekki. Einnig þarf að passa að línan fari ekki á rauða svæðið.


Mikilvægt er að velja Capture PowerPoint til að taka upp glærusýinguna og Capture Main Screen til að taka upp skjáinn á tölvunni. Einnig er hægt að bæta við upptöku á auka skjá og vefmyndavélum, ef búnaðurinn er tengdur við tölvuna. 


Mælt er með stillingunum hér að neðan í upplausn á upptökunni. Muna að smella á Apply, til að staðfesta breytingarnar.

Hér sést hvað er verið að taka upp, hægt er að smella á Open a Presentation til að velja PowerPoint.

Til að athuga hvaða skjá er verið að taka upp, þá er hægt að haka í Enable screen capture preview til að skoða hvaða skjár er í upptöku.


Til að hefja upptöku, þá þarf að smella á Record. Þegar upptaka er í gangi þá breytist Record hnappurinn yfir í Stop og Pause. Til að stöðva upptökur, smelltu þá á Stop. Til að gera pásu á upptöku, smelltu þá á Pause.


Flýtileiðir fyrir upptöku

Taka upp (Record): F8

Pása (Pause): F9

Stöðva upptöku (Stop): F10

Nú þegar lítið eða ekkert hljóð berst úr hljóðnemanum í upptökukerfið, þá kemur upp viðvörun neðst í vinstra horninu á skjánum/glærukynningunni.


Þegar upptaka er stöðvuð þá kemur upp sprettigluggi sem biður þig um að staðfesta upptökuna með því að hlaða henni upp (e. Upload) eða eyða henni og taka aftur upp (e. Delete and record again). Einnig er hægt að breyta nafninu á upptökunni.


Þegar smellt er á Upload þá opnast annar gluggi (e. Manage Recordings), þar sem hægt er að sjá lista yfir þær upptökur sem notandi hefur tekið upp í tilheyrandi tölvu. Hér má slökkva á forritinu.

Leita að upptökum í Panopto

Iframe
srchttps://unak.panopto.nordu.net/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=44d4fd96-c938-4648-b0d5-0ed5aa6189b5

Hlaða inn upptökum (e. Panopto)

Iframe
srchttps://unak.panopto.nordu.net/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=ddec1f25-0c52-4443-9eab-73eebb26250d&start=undefined

Panopto leiðbeiningar í kennslustofum (pdf)

Setja Panopto upptöku inn í aðra Panopto upptöku

Veldu svæðið sem þú vilt setja inn í upptökuna.

Smelltu á Plús merkið og veldu Add a clip.

Veldu upptöku númer 2 sem þú vilt bæta við, smelltu síðan á Insert.

Þá er upptaka númer 2 komin inn. Mun svo að smella á Publish til að vista og birta upptökuna.

Leita að upptökum (Heimasvæði Panopto)

Til að skoða upptökur inn á heimsvæðinu, smelltu á Browse.

Þá opnast nýr gluggi þar sem hægt er að leita að möppum sem hýsa upptökur úr námskeiðum, smelltu á leitargluggann til að leita að námskeiðinu. 

Smelltu á teiknibólununa til að festa Browse gluggann á vefvafranum. Þetta getur verið hentugt ef mikið er verið að vinna í glugganum.

Efni sem aðrir hafa deilt með þér

Iframe
srchttps://unak.panopto.nordu.net/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=79d60ec2-f1dc-490f-bc3d-e6711587b525

Fara inn á heimsvæði Panopto í gegnum upptökukerfið

Iframe
srchttps://unak.panopto.nordu.net/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=78bafac5-b344-47e7-afd8-90ed5a391ed0&start=undefined

Búa til möppur í Panopto og deila þeim

Iframe
srchttps://unak.panopto.nordu.net/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=9c288ede-7387-4a61-b7fb-3d073ab8279f

Virkja ljósbendil á mús í upptöku

Opnaðu Panopto, smelltu á Settings, hakaðu við Highlight the mouse cursor during screen capture og smelltu síðan á Save.

Eyða streymi úr upptöku

Notað þegar vefmyndavél eða skjáupptaka er óvart tekið upp í Panopto.

ATH. Þegar streymið hefur verið eytt er ekki hægt að nálgast það aftur.

Finndu upptökuna sem á að eyða út streyminu og smelltu á Settings.


Smelltu næst á Streams.


Færðu músabendilinn yfir streymið og smelltu á x (Delete) til að eyða því út.
[DV] stendur fyrir vefmyndvél og [SCREEN] er skjáupptakan.