Flipgrid er eitt af þeim kerfum sem tengjast Office 365 pakkanum. Kerfið byggist á því að búa til nemenda miðað umhverfi, þar sem hægt er að vera með umræður og kynningar. Auk þess er hægt að búa til verkefni, þar sem nemendur þurfa að nota Flipgrid í verkefnavinnu.
Table of Contents |
---|
Innskráning
Farðu inn á https://info.flipgrid.com og smelltu á Educator Login
Smelltu á Log in with Microsoft.
Skrifaðu inn HA tölvupóstinn þinn og smelltu á Next.
Nú ertu komin/nn á Flipgrid.
Búa til myndband
https://www.youtube.com/watch?v=WMqlEnmVA-8&ab_channel=Flipgridhttps://www.youtube.com/watch?v=5pHsg0i_0x8&ab_channel=FlipgridTaka upp myndband
Smelltu á upptökuvélina til að hefja upptöku og gera pásu á upptöku. Hægt er að bæta við skrauti, síum, texta og öðru við upptökuna. Smelltu á örina fyrir neðan til að halda áfram.
Skoða upptökuna
Farðu yfir upptökuna til að athuga hvort þú viljir gera breytingar. Smelltu á örina fyrir neðan til að halda áfram.
Taktu sjálfsmynd
Taktu sjálfsmynd til að búa til kápu á myndbandið. Smelltu á örina fyrir neðan til að halda áfram.
Skilaðu inn mynbandinu
Gefðu myndbandinu nafn og skilaðu því inn.
Tengja Flipgrid við Canvas
Farðu inn á https://info.flipgrid.com og skráðu þig inn með því að smella á Microsoft Login.
Smelltu á nafnið þitt, efst í hægra horninu, og veldu Integrations.
Smelltu á Add New Intergration.
Í kassanum Intergration Name, gefðu tengingunni sama heiti/númer námskeiðs og námskeiðið sem þú ætlar að nota Flipgrid.
Núna er tengingin fyrir námskeiðið tilbúin og núna þarf að tengja hana við námskeiðið á Canvas.
Opnaðu námskeiðið sem á að tengja Flipgrid við og smelltu á Stillingar.
Veldu Smáforrit.
Skrifaðu Flipgrid í leitargluggann og smelltu myndina sem kemur upp.
Þá opnast nýr gluggi. Smelltu núna á +Bæta við smáforriti.
Þá opnast þessi gluggi, en hér þarf að setja inn upplýsingar af Flipgrid tengingunni sem var gerð fyrr í þessum leiðbeiningum.
Afritaðu Consumer Key og settu hann í Neytandalykill og afritaðu Shared Secret og settu í Deilt auðkenni.
Þegar það er búið, smelltu á Bæta við smáforriti.
Þá birtist Flipgrid í listanum á Canvas.
Ef Flipgrid birtist ekki í listanum, farðu þá í Stillingar, Leiðarstýring og dragðu Flipgrid inn á leiðarnet námskeiðs.
Þegar þú smellir fyrst á Flipgrid þarf að smella á Create a Course Group.
Núna er Flipgrid tengt við námskeiðið.