...
Smelltu hér til að ná í Zoom forritið.
...
Fjarkennsla/fundur, margir geta verið inni á sama fundinum. Tilvalið í kennslu.
Deila skjá (t.d. glærum)
Spjallborð
Skipta fjarfundi í minni „herbergi” t.d. við hópavinnu smærri hópa innan námskeiðs
Fjarfundur t.d. vegna leiðsagnar við einstaka nemenda eða smærri hópa
...
Iframe |
---|
...
|
...
|
...
|
...
|
...
|
...
|
...
|
...
|
...
|
...
|
...
|
...
|
...
|
Table of Contents |
---|
Biðrými (e. Waiting room)
Þegar fundur er búinn til í Zoom forritinu þá þarf að haka við Waiting Room sem er undir Security.
...
Einnig þarf að haka við Waiting Room undir Security þegar fundur er búinn til í Canvas.
...
Í Moodle þarf fyrst að búa til fundinn í námskeiðinu og síðan fara inn á Zoom heimasíðuna og virkja biðrýmið.
...
Inn á Zoom síðunni er einnig hægt að gera breytingar á biðrýminu.
...
Hægt er að setja inn mynd og texta, sem birtist notendum þegar þeir koma inn í biðrýmið.
...
Bjóða öðrum á Zoom fund
Þegar fundir er í gangi
Þegar fundur er í gangi þá er hægt að bjóða öðrum á fundinn með því að smella á Invite.
...
Þá opnast nýr gluggi með nokkrum valkostum um að senda boð á fundinn. Fyrsti valkosturinn er að senda boð í gegnum tölvupóst.
...
Einnig er hægt að senda boð ef þú ert með tengiliði vistaða í Zoom. Smelltu þá á Invite by Contacts, veldu þann sem á að fá boð á fundinn og smelltu á Invite.
...
Auk þess er hægt að afrita slóð af fundinum og senda slóðina á viðkomandi. EInnig er hægt að setja slóðina inn á svæði sem notendur hafa aðgang að, t.d. síðu í námskeiði.
...
Þegar búið er að skipuleggja fundinn
Skráði þig inn á Zoom forritið og smelltu á Meetings.
...
Veldu fundinn sem þú vilt búa til boð á, smelltu á Copy Invitation og deildu slóðinni með þeim sem eiga að komast á fundinn.
...
Búa til Zoom fund
Búa til Zoom fund í Canvas
Til þess að búa til fund þá þarf að fara inn í námskeiðið sem fundurinn á að vera. Zoom ætti að að vera í listanum til vintri.
...
Ef þú sérð ekki Zoom í listanum farðu þá í Settings/Stillingar og Navigation/Flýtileiðir. Skrunaðu niður á síðunni, þar ætti Zoom flipinn að vera.
...
Farðu með músinu yfir Zoom flipann, vinstri smella og halda inni, og dragðu flipann upp í listann að ofan.
...
Þegar þú hefur smellt á Save/Vista er búið að virkja Zoom í námskeiðinu.
...
Smelltu á Authenticate til að tengja Zoom aðganinn þinn við námskeiðið.
...
Smelltu á Authorise.
...
Núna er Zoom tengt við námskeiðið. Hér getur þú búið til fund fog haft umsjón yfir öllum fundum sem tengjast námskeiðinu.
...
Þegar smellt er á Schedule a New Meeting þá koma upp ýmsar stillingar.
Gefðu fundinum nafn (e. Topic)
Stilltu hvenær fundurinn á að byrja (e. Start)
Veldu hvað fundurinn á að vera lengi (e. Duration)
Tölvan stillir sjálfkrafa á hvaða tímasvæði fundurinn er, miðað við stillingar í tölvunni sem fundurinn er búinn til (e. Time Zone)
Hægt er að láta fundinn endurtaka sig með reglulegu millibili (e. Recurring meeting)
Skilda þátttakendur að skrá sig á fundinn (e. Required)
...
Stillingar á myndbandi (e. Video)
Hægt er að stilla hvort myndavélin fari í gangi þegar fundur hefst. Alltaf er hægt að slökkva og kveikja á myndvél á meðan fundur stendur yfir (e. Host)
Einnig er hægt að stilla hvort myndavél fari í gangi hjá öðrum þátttakendum, þegar þeir koma á fundinn. Þátttakendur geta alltaf slökkt og kveikt á myndvél á meðan fundur stendur yfir (e. Participant)
Stillingar á hljóði (e. Audio)
Mælt er með að heimila síma og hljóð úr tölvu í þessum stillingum (e. Telephone and Computer Audio)
Stillingar á fundinum (e. Meeting Options)
Læsa fundinum með lykilorði (e. Require meeting password)
Leyfa þátttakendum koma á fundinn á undan eiganda (e. Enable join before host)
Slökkt er á hljóðnema þátttakenda þegar þeir koma á fundinn (e. Mute participants on entry)
Hýsa fundinn á þínu Zoom númeri, ef þetta er ekki valið þá býr Zoom til sérstakt númerið fyrir fundinn (e. Use Personal Meeting ID)
Taka fundinn sjálfkrafa upp, annað hvort beint í tölvuna eða í skýið (Panopto) (e. Record the meeting automatically)
Skipa annan aðila sem stjórnanda á fundi (e. Alternative hosts)
...
Muna svo að vista í lokin.
...
Þegar búið er að smella á Save þá kemur síða með upplýsingum um fundinn.
...
Fundir eru síðan aðgengilegir nemendum á tveimur mismunandi stöðum í námskeiðinu.
Á upphafssíðu námskeiðs undir To-do/Verkefnalisti og í Calander/Dagatali.
...
Að bæta við Zoom-fundi í Modules/Námsefni
Veljið + í gráu stikunni
...
Veljið External tool
...
Þar undir Zoom og Add item (rauði hnappurinn)
...
Þá er þetta komið svona, ýtið síðan á fundinn til að stilla dagsetningar og þannig eins og sýnt var hér að ofan.
...
Eins og hér að neðan
...
Búa til Zoom fund í forritinu
Opnaðu Zoom forritið og smelltu á Schedule.
...
Þá opnast nýr gluggi með ýmsum möguleikum á stillingum fyrir fundinn.
...
Gefðu fundinum nafn (e. Topic)
Stilltu hvenær fundurinn á að byrja (e. Start)
Veldu hvað fundurinn á að vera lengi (e. Duration)
Tölvan stillir sjálfkrafa á hvaða tímasvæði fundurinn er, miðað við stillingar í tölvunni sem fundurinn er búinn til (e. Time Zone)
Hægt er að láta fundinn endurtaka sig með reglulegu millibili (e. Recurring meeting)
Stillingar á myndbandi (e. Video)
Hægt er að stilla hvort myndavélin fari í gangi þegar fundur hefst. Alltaf er hægt að slökkva og kveikja á myndvél á meðan fundur stendur yfir (e. Host)
Einnig er hægt að stilla hvort myndavél fari í gangi hjá öðrum þátttakendum, þegar þeir koma á fundinn. Þátttakendur geta alltaf slökkt og kveikt á myndvél á meðan fundur stendur yfir (e. Participant)
Stillingar á hljóði (e. Audio)
Mælt er með að heimila síma og hljóð úr tölvu í þessum stillingum (e. Telephone and Computer Audio)
Stillingar á fundinum (e. Options)
Undir almennum stillingum (e. Options) er hægt að velja á milli þess að birta fund á dagatali (e. List on Public Calender) og læsa fundinum með lykilorði (e. Require meeting password)
Ítarlegri stillingar (e. Advanced Options)
Leyfa þátttakendum koma á fundinn á undan eiganda (e. Enable join before host)
Slökkt er á hljóðnema þátttakenda þegar þeir koma á fundinn (e. Mute participants on entry)
Hýsa fundinn á þínu Zoom númeri, ef þetta er ekki valið þá býr Zoom til sérstakt númerið fyrir fundinn (e. Use Personal Meeting ID)
Taka fundinn sjálfkrafa upp, annað hvort beint í tölvuna eða í skýið (Panopto) (e. Record the meeting automatically)
Skipa annan aðila sem stjórnanda á fundi (e. Alternative hosts)
Hægt er að bæta Zoom fundinum inn á dagatal og bjóða þannig þátttakendum á fundinn (e. Calendar)
Búa til Zoom fund í Moodle
Byrjaðu á því að fara í ritham.
...
Smelltu á bæta við viðfangi.
...
Skrunaðu niður þar til þú sérð Zoom meeting, veldu þann möguleika og smelltu síðan á Bæta við.
...
Gefðu fundinum nafn og lýsingu ef þú vilt.
...
Hér þarf að skilgreina hvenær fundurinn er og hvað hann á að vera lengi. Þegar fundur er stilltur svona upp þá gerist hann bara einu sinni, á þeim tíma sem er skilgreindur.
...
Ef vilt að fundurinn eigi að vera oftar en einu sinni þá hakar þú í Recurring. Fundurinn er núna ekki með neinni dagsetningu og því hægt að nota fundinn oftar en einu sinni.
...
Hægt er að setja lykilorð á fundinn ef þess er þörf. Annars er engin þörf að breyta þessum stillingum.
...
Vanalega getur fólk ekki komið inn á fundinn nema þegar eigandi hans skráir sig inn. Hægt er að leyfa notendum að komast inn á fund án þess að eiganda þess sé á honum. Það er gert með því að haka í Enable join before host.
Einnig er hægt að bæta öðrum Zoom notanda við, t.d. öðrum kennara, sem eiganda á fundi. Það er gert með því að skrifa inn tölvupóstinn hjá viðkomandi, dæmi: notandi@unak.is.
...
Mundu að vista fundinn í lokin.
...
Núna er fundurinn tilbúinn inn á Moodle.
...
Til að skrá sig inn á fundinn þarf að smella á hlekkinn á Moodle, þá opnast ný síða þar sem hægt er að opna fundinn.
...
Deila skjá/forriti með öðrum á fundi (e. screen share)
Þegar fundurinn er í gangi, smelltu á Share Screen.
...
Næst þarftu að velja hvað þú vilt deila með öðrum. Ef þú ætlar að sýna myndband þá þarftu að haka í Share Computer Audio og Optimize for full screen video clip. Hægt er að deila tölvuskjánum í heild eða forriti sem er opið, t.d. PowerPoint.
Þegar búið er að velja skjáinn/forritið sem á að deila, smelltu á Share til að hefja sýninguna.
...
Þegar þú ert að deila skjá þá kemur nýr gluggi, þennan glugga er hægt að færa til á skjánum. Einnig er hægt að:
Taka hljóðið af hljóðnemanum (e. Mute)
Stöðva deilingu á skjá (e. Stop Share)
Ef þú er eigandi fundar, þá er hægt að skoða þátttakendur í fundinum (e. Manage Participants)
Deila nýjum skjá (e. New Share)
Stöðva deilingu tímabaundið (e. Pause Share)
Teikna á skjá (e. Whiteboard)
...
Þegar smellt er á More koma eftirfarandi eiginleikar.
...
Opna spjallsvæði (e. Chat)
Bjóða öðrum á fundinn (e. Invite others)
Taka upp fundinn, í tölvuna eða skýið (e. Record on this Computer/Record to the Cloud)
Deila hljóði úr þinni tölvu (e. Share computer sound)
Stilla deilingu fyrir myndband, þetta er virkjað þegar á að sýna myndband á fundi í betri gæðum (e. Optimize Share for Full-screen Video Clip)
Loka fundinum (e. End Meeting)
Ná upptöku af Zoom (e. Meeting recordings)
Þegar búið er að slökkva á upptöku í fundi þá líður smástund þar til þú færð tölvupóst frá Zoom. Í tölvupóstinum er hlekkur að upptöku fyrir fundinn. Smelltu á efri hlekkinn, sem er aðeins fyrir eiganda fundar (e. For host only).
...
Hlekkurinn mun leiða þig inn á svæðið þitt á heimasíðu Zoom.
...
Hægt er að hlaða niður upptöku af fundinum með því að:
Hlaða niður öllum útgáfum af upptökum af fundinum (e. Download, 3 files)
Afrita hlekk að fundinum (e. Copy shareable link)
Eyða upptökunni (með því að smella á ruslafötuna)
Til að velja eina útgáfu af fundinum til að hlaða niður, þá þarf að smella á Download við þá útgáfu sem þú vilt ná í:
Upptakan sýnir aðeins mynd af þeim sem er að tala (e. Speaker view)
Upptakan sýnir mynd af öllum sem eru á fundinum (e. Gallery view)
Hljóðskrá, engin mynd (e. Audio only)
Textaskrá frá fundum. Þessi eiginleiki virkar ekki fyrir íslensku (e. Audio transcript)
...
Þegar smellt er á Download þá hleðst upptakan niður í tölvuna.
...
Notkun á Zoom forritinu í tölvu (PC og Apple)
Opnaðu forritið í tölvunni og smelltu á Sign In.
...
Skráðu þig inn í forritið með því að nota unak.is tölvupóstinn og lykilorðið sem þú valdir þegar notandi þinn var búinn til.
...
Eftir inngskráningu þá opnast nýr gluggi með eftirfarandi eiginleikum:
...
Hefja fund (New Meeting): Þegar smellt er á örina kemur felligluggi þar sem hægt er að velja þitt fundarherbergi. Ef smellt er beint á New Meeting þá verður til nýtt og tímabundið fundarrými. Mundu að þú þarft alltaf að deila númerinu eða hlekknum að fundinum.
...
Tengjast fundi (Join): Ef þú ert með númer að fundarherbergi þá smellir þú á Join, skrifar inn númerið að fundinum og tengist þannig fundinum.
...
Búa til fund (Schedule): Skipuleggja fund, t.d. fyrir námskeið. Mundu að þú þarft alltaf að deila númerinu eða hlekknum að fundinum.
...
Deila skjá (Share Screen): Hægt er að tengjast fundi á Zoom og aðeins deila skjánum að tölvunni.
...
Veldu hvað þú vilt deila á Zoom fundinum.
...
Skipta Zoom fundi niður í herbergi (e. Breakout Rooms)
Þegar fundur er í gangi, smelltu á Breakout Rooms.
...
Þá opnast nýr gluggi. Hér er hægt stilla hvað á að búa til mörg herbergi og hvað eiga margar í að vera í hverju herbergi. Þú getur skipt niður sjálfkrafa (e. Automatically) eða velja hver fer í hvaða herbergi (e. Manually).
...
Þá býr Zoom til herbergin en fundurinn hefst ekki alveg strax. Núna þarf að velja hvort þú vilt að Zoom skipti notendum niður sjálfkrafa í herbergi (e. Move all participants into breakout rooms automatically). Ef þessi valkostur er ekki valinn, þá þurfa notendur að raða sér sjálfir í herbergin. Hægt er að leyfa notendum að fara úr herberginu yfir í aðal Zoom fundinn með því að haka í Allow participants to return to the main session at any time. Ef þessi eiginleiki er ekki valinn þá þarf fundarstjóri/eigandi Zoom fundsins að loka herbergjunum til þess að notendur komist aftur í aðal Zoom fundinn. Auk þess er að stilla hversu lengi herbergin eiga að vera opin (e. Breakout rooms close automatically after x minutes) og biðja Zoom um að senda tilkynningu þegar herbergin lokast (e. Notify me when the time is up). Loks er hægt að láta Zoom telja niður hversu margar sekúndur eru þangað til að herbergið lokast (e. Countdown after closing breakout rooms).
...
Til þess að raða notendum niður í herbergi þá smellir þú á Assign og velur þann sem á að fara í herbergið.
...
Þegar notandi hefur verið settur í herbergi þá birtist tala í staðin fyrir Assign, sem sýnir fjölda notenda í herberginu.
...
Hægt er að færa til notenda á milli herbergja, með því að smella á nafn notanda, velja Move to og síðan herbergið sem notandinn á að fara í.
...
Auk þess er hægt að víxla notendum milli herbegja með því að velja Exchange.
...
Einnig er hægt að:
Eyða út herbergi (e. Delete Room)
Eyða út öllum herbergjum og búa til ný (e. Recreate)
Bæta við herbergi (e. Add a Room)
Opna öll herbegi (e. Open All Rooms)
Eigandi Zoom fundar, sem hefur skipt notendum niður í herbergi, getur síðan farið hvenær sem er í hvert herbegi. Það er gert með því að smella á Join á því herbergi sem á að tengjast. Til að fara úr herberginu þá smellir þú á Leave.
...
Þeir sem eru í herbergjunum geta óskar eftir hjálp hjá þeim sem á Zoom fundinn.
...
Þá birtist svona skilaboð hjá eiganda Zoom fundsins.
...
Eigandi Zoom fundsins getur einnig sent skilaboð í herbergin.
...
Skráning á þátttakendum á Zoom fund (e. Registration)
Í stillingum á fundinum þarf að virkja Required.
...
Stilltu fundinn eins og þú vilt hafa hann, smelltu á Save til að vista breytingarnar.
...
Þegar fundurinn hefur verið vistaður þá þarf að afrita Registration Link og deila t.d. á Canvas eða í tölvupósti. Þessi hlekkur mun virka sem innskráning fyrir notendur. ATH að til þess að notendur geti skráð sig á fundinn þá þarf að deila þessum hlekk.
...
Skrunaðu neðst niður á síðuna til að skoða hvernig skráning á fundinn stendur. Smelltu á View til að skoða nánar hverjir hafa skráð sig á fundinn.
...
Ná í lista yfir skráningu
Smelltu á Reports.
...
Smelltu næst á Meeting.
...
Finndu fundinn sem á að búa til lista yfir skráningu. Smelltu núna á Generate.
...
Þá opnast nýr gluggi. Smelltu á Continue til að halda áfram.
...
Smelltu núna á Download til að hlaða niður Excel skjali yfir skráningu á fundinn.
...
Skrá sig á Zoom fund (e. Registration)
Smelltu á hlekkinn sem var deilt með þér á fundinn, þá birtist gluggi þar sem hann þarf að skrá inn nafn, tölvupóst og staðfesta skráningu með því að smella á Register.
...
Eftir að búið er að staðfesta skráningu á fundinn kemur gluggi með upplýsingum um fundinn og hlekk að honum. Einnig færðu tölvupóst frá Zoom með þessum upplýsingum. Þú notar hlekkinn á þessari síðu til að fara inn á fundinn.
...
Skrá sig inn á Zoom heimasíðuna (e. Zoom login site)
Farðu inn á síðuna www.zoom.us og smelltu á Sign in.
...
Settu inn notendanafn, lykilorð og smelltu á Sign In.
...
Hér er síðan hægt að nálgast upptökur, búa til/breyta fundum og stillingum.
...
Taka upp í Zoom
Þegar fundur er í gangi, þá er Record hnappur til hliðar.
...
Þegar smellt er á hnappinn koma upp tveir valmöguleikar, taka upp á tölvuna eða taka upp í skýið (á netið).
...
Þegar búið er að velja, hvort eigi að taka upp í tölvuna eða á netið, þá kemur tilkynning efst í vinstra hornið á Zoom sem gefur til kynna að upptaka sé hafin.
...
Þegar upptaka er í gangi, þá er hægt að setja hana á pásu eða stöðva.
...
Hægt er að heimila öðrum þátttakanda, eða koma í veg fyrir, að taka upp fundinn. Það er gert með því að fara í Participants, smella á More hjá viðkomandi og velja hvað skal gera.
...
Þegar fundur er tekinn upp í tölvunni þá kemur upp gluggi sem segir til um að Zoom sé að búa til upptökuna. Þegar prósentu talan nær 100, þá opnast mappa í tölvunni sem inniheldur upptöku af fundinum.
...
Ef valið er að taka fundinn upp á netinu, þá mun Zoom senda þér póst með hlekk að upptökunni þegar hún er tilbúin.
...
Þátttakendur í fundarherbergi (e. Breakout Room)
Þegar stjórnandi fundar ætlar að skipta þátttakendum niður í mismunandi fundarherbergi, þá birtist gluggi í Zoom forritinu. Smelltu á Join til að fara inn í herbergið.
...
Ef þú smellir á Later, þá getur þú farið seinna í herbergið með því að smella Breakout Rooms.
...
Smelltu síðan á Join Breakout Room til að fara inn í herbergið.
...
Inn í herberginu eru mjög svipaðar stillingar og á venjulegum Zoom fundi.
Stilla hljóðanemann (e. Mute/unmute)
Stilla myndavélin (e. Start/Stop Video)
Deila skjánum (e. Share screen)
Spjall (e. Chat)
Taka upp fundinn (e. Record)
Óska eftir aðstoð hjá skipuleggjanda fundar (e. Ask for Help)
Eftir að hafa smellt á Ask for Help, þá þarf að staðfesta að bjóða skipuleggjanda funar í fundarherbergið.
Hægt er að taka upp einstaka fundi í hverju fundarherbergi. En fyrst þarf að biðja skipuleggjanda fundar um leyfi til þess að taka upp, nema þegar skipuleggjandi er nú þegar búinn að heimila fyrir upptökur.
...
Til að hefja upptöku, smelltu á Record hnappinn í Zoom. Hægt er að setja upptöku á pásu og stöðva hana með því að smella á Pause/Stop Recording.
...
Efst í vinstra horninu í Zoom er mynd sem sýnir að upptaka sé í gangi. Þar er einnig hægt að setja á pásu og stöðva upptöku.
...
Til að fara úr fundarherbergi er nóg að smella á Leave Breakout Room og þá fara notendur inn á aðal Zoom fundinn.
...
Stundum stillir skipuleggjandi fundar tímamörk á fundarherbergin. Þegar sú stilling er virk þá enda fundir annað hvort snögglega eða það byrjar að telja niður frá 60 sekúndum.