Page Tree | ||||||
---|---|---|---|---|---|---|
|
Orlofsreglur
Orlofsreglur flytja tímabundið verkefni samþykkjanda yfir á staðgengil/fulltrúa. t.d. á meðan starfsmaður er í orlofi. Starfsmaður setur SJÁLFUR upp eigin orlofsreglur og verður að gæta þess að gera það ÁÐUR en orlof hefst. Reglan tilgreinir hver á að taka við verkefnum og tímabil. Notandi tengist Orra, smella á Sjálfsafgreiðsla starfsmanna og svo Tilkynningar:
...
Takið eftir notendanafni sem segir til um hvaða stofnun starfsmaður tilheyrir.
Gætið þess einnig að netfang sé til staðar og rétt. Ef netfang er ekki til staðar skal hafa samband við launafulltrúa stofnunar.
Framsenda svar Alltaf skal haka í Framsenda svar. Athugið, sé regla vistuð með “Flytja tilkynningareignarhald” þá þarf að eyða henni og byrja upp á nýtt.
Þegar smellt er á Apply er reglan vistuð. Reglan verður virk á upphafsdagsetningu.
Viðhald á orlofsreglum
Þegar búið er að skrá orlofsreglu birtist hún með svipuðum hætti og sést hér að neðan.
...