Deila skjá/forriti með öðrum á fundi (e. screen share)

Deila skjá/forriti með öðrum á fundi (e. screen share)

Þegar fundurinn er í gangi, smelltu á Share Screen.

 

Næst þarftu að velja hvað þú vilt deila með öðrum. Ef þú ætlar að sýna myndband þá þarftu að haka í Share Computer Audio og Optimize for full screen video clip. Hægt er að deila tölvuskjánum í heild eða forriti sem er opið, t.d. PowerPoint.



Þegar búið er að velja skjáinn/forritið sem á að deila, smelltu á Share til að hefja sýninguna.



Þegar þú ert að deila skjá þá kemur nýr gluggi, þennan glugga er hægt að færa til á skjánum. Einnig er hægt að:

  • Taka hljóðið af hljóðnemanum (e. Mute)

  • Stöðva deilingu á skjá (e. Stop Share)

  • Ef þú er eigandi fundar, þá er hægt að skoða þátttakendur í fundinum (e. Manage Participants)

  • Deila nýjum skjá (e. New Share)

  • Stöðva deilingu tímabaundið (e. Pause Share)

  • Teikna á skjá (e. Whiteboard)

 

Þegar smellt er á More koma eftirfarandi eiginleikar.

  • Opna spjallsvæði (e. Chat)

  • Bjóða öðrum á fundinn (e. Invite others)

  • Taka upp fundinn, í tölvuna eða skýið (e. Record on this Computer/Record to the Cloud)

  • Deila hljóði úr þinni tölvu (e. Share computer sound)

  • Stilla deilingu fyrir myndband, þetta er virkjað þegar á að sýna myndband á fundi í betri gæðum (e. Optimize Share for Full-screen Video Clip)

  • Loka fundinum (e. End Meeting)