/
Færa gögn á milli námskeiða (e. Course transfer)

Færa gögn á milli námskeiða (e. Course transfer)

Velja gögn sem á að flytja á milli 

Opnaði námskeiðið sem þú vilt færa gögn inn í, smelltu á Stillingar (e. Settings)


Hægra megin í stillingunum, smelltu á Flytja inn efni námskeiðs (e. Import Course Content)



Í efnistegun (e. Content type) þarftu að velja Afrita Canvas-námskeið, síðan þarf að skrifa inn nafnið á námskeiðinu sem þú vilt flytja gögn úr. (Ath. Aðeins er hægt að flytja gögn úr námskeiði sem þú hefur aðgang að sem kennari)


Veldu tiltekið efni (e. Select specific content) og smelltu á Flytja inn (e. Import). Í valkostir (e. Options) er hægt að stilla skilafresti á viðburðum og verkefnum.



 Núna þarf að smella á Velja efni (e. Select content) til að velja það sem á að flytja á milli.



Þá opnast gluggi með öllu efni sem er í námskeiðinu. Merktu við það efni sem þú vilt flytja yfir og smelltu síðan á Velja efni (e. Select content) til að staðfesta valið.

ATH. Ekki velja Stillingar námskeiðs.


Canvas byrjar þá að afrita efnið á milli námskeiða.







Flytja öll gögn á milli

ATH. Ekki er mælt með að færa inn öll gögn af eldra námskeiði þegar á að nýta efni á milli misseris. Aðeins nota þessa leið til að gera afrit af eldra námskeiði.

Opnaðu námskeiðið sem þú vilt færa gögn inn í, smelltu á Stillingar (e. Settings)


Hægra megin í stillingunum, smelltu á Flytja inn efni námskeiðs (e. Import Course Content)



Í efnistegund (e. Content type) þarftu að velja Afrita Canvas-námskeið, síðan þarf að skrifa inn nafnið á námskeiðinu sem þú vilt flytja gögn úr. (Ath. Aðeins er hægt að flytja gögn úr námskeiði sem þú hefur aðgang að sem kennari)



Eftir að námskeiðið hefur verið valið er hægt að velja um að flytja annað hvort allt efni á milli eða velja tiltekið efni. Ef það á að færa allt efni, smelltu þá á flytja inn (e. Import). Í valkostir (e. Options) er hægt að stilla skilafresti á viðburðum og verkefnum.



Canvas byrjar þá að afrita efnið á milli námskeiða.









Related content