Ná í Panopto upptökukerfið
Farðu inn upptaka.unak.is.
Efst í hægra horni á heimasvæði þínu er nafnið þitt og þar fyrir neðan stendur Download Panopto. Smelltu á Download Panopto.
Þá opnast gluggi með lista yfir útgáfur fyrir Panopto. Ef þú ert með Windwos stýrikerfi, smelltu á Windows táknmyndina. En ef þú ert með Apple stýrikerfi, smelltu á OS táknmyndina. Fyrir Windows notendur er nóg að smella á 32-bit útgáfuna. Apple notendur þurfa að ná í útgáfu sem passar við útgáfuna á því stýrikerfi sem þeir eru að nota. Ef stýrikerfið er reglulega uppfært, smelltu þá á OS X 10.9 and up.
Þegar tölvan er búin að ná í kerfið, smelltu á skránna til að hefja uppsetningu.
Hér þarf ekkert að breyta, smelltu því á Next.
Smelltu svo á Install til að hefja uppsetningu.
Þegar uppsetning er klár, þá opnast Panopto forritið þar sem þú getur skráð þig inn.
Fara inn á Panopto heimasvæðið (vefvafri)
Farðu inn á síðuna upptaka.unak.is.
Smelltu á efsta gluggann og veldu kennslukerfið sem þú ert að kenna í. Ef þú ert að kenna bæði í Canvas og Moodle, þá skiptir ekki máli hvort er valið.
Veldu annað hvort Canvas eða Moodle-HA og smelltu á Sign in.
Moodle-HA innskráning: Settu in notendanafn þitt og lykilorð og smelltu á Innskrá.
Canvas innskráning: Smelltu á Innskráning á þeim stað sem á við, settu in notendanafn þitt og lykilorð og smelltu á Sign in/Innskráning
Nemendur og starfsfólk HA
Stundakennarar sem eru ekki með @unak.is netfang
Símenntun Háskólans á Akureyri
Nú ertu komin/nn á heimasvæði þitt á Panopto.
Deila upptöku með öðrum notendum
Færðu músina yfir myndbandið, þá birtast fimm tákn sem hægt er að smella á. Smelltu á deila, e.share, táknið.
Efst uppi eru tvær tegundir af hlekkjum sem hægt er að afrita og deila með öðrum. Þar fyrir neðan eru stillingar á því hver hefur aðgang að upptökunni, e.Who has access. Smelltu á örina, sem er staðsett í grá kassanum (e. Specific people).
Þegar smellt er á örina þá koma fleiri valmöguleikar á því hverjir hafa aðgang að upptökunni. Ef upptakan á að vera aðgengileg aðilum innan, starfsfólki og nemendum, þá er mælt með að velja Anyone at your organization with the link. En það þýðir að allir með HA netfang hafa aðgang að upptökunni, en þurfa að hafa hlekkinn að upptökunni. Ef upptakan á að vera aðgengileg fyrir aðila utan háskólans, þá þarf að velja Anyone with the link.
Einnig er hægt að bjóða fólki að hafa aðgang að upptökunni. Smelltu á reitinn fyrir neðan Invite people og ritaður póstfangið hjá þeim aðila sem þú vilt bjóða aðgang að upptökunni. Ef aðilinn er með HA netfang, þá er hægt að skrifa nafnið á viðkomandi. Smelltu síðan á nafnið til að gefa aðilanum aðgang að upptökunni.
Þegar búið að er að velja þann sem á að deila upptökunni með, þá þarf að smella á Send and Save changes.
Færa eða afrita upptöku í aðra möppu
Byrjaðu á því að finna upptökuna sem þú vilt færa eða afrita og færðu músina yfir upptökuna.
Þá kemur kassi, efst uppi í vinstra horninu á upptökunni. Hakaðu í kassann á þeim upptökum sem þú vilt færa eða afrita. Smelltu síðan á Move eða Copy.
Nú þarf að velja möppuna sem afritið á að fara í. Hægt er að velja úr listanum, sem saman stendur af námskeiðum sem þú hefur aðgang að. Einnig er hægt að nota leitargluggann ef námskeiðið sést ekki í listanum.
Þegar búið er að velja möppuna þá þarf aðeins að smella á Copy og þá afritast upptakan.
Ef allt gekk upp, þá stendur Done í staðin fyrir Copy og afrit af upptökunni er núna komið í möppuna sem var valið.
Ferlið er alveg eins við að færa upptöku. Þegar búið er að velja möppuna þá þarf aðeins að smella á Move og færist upptakan.
Ef allt gekk upp, þá stendur Done í staðin fyrir Move og upptakan er núna komin í möppuna sem var valin.