...
Gott er að spá aðeins í umhverfinu áður en upptökur hefjast. Hljóðbylgjur endurkastast mismunandi milli hluta, það sem við viljum reyna að gera er að mýkja þetta endurkast. Til dæmis þá endurkastar veggur fastar frá sér en gluggatjöld og bókahilla endurkastar mýkra frá sér en veggur. Gott trikk er að klappa nokkrum sinnum í hljóðprufunni, ef smellurinn bergmálast mikið þá þarf að reyna mýkja hljóðið. Hægt er að hengja teppi upp sitthvor megin við þann sem er í mynd (teppin eiga samt ekki að vera í mynd), til að mýkja endurkastið.
Handrit
Það getur sparað mikinn tíma að punkta niður atriði sem á að fjalla um í upptökunni.
Á meðan upptaka stendur yfir
...