Kennslufræði
Kennslumiðstöð háskólans á Akureyri (KHA) veitir ráðgjöf til kennara um þróun kennsluhátta í sveigjanlegu námi sem og um upplýsingatækni og kennslufræði.
Þróunarnámskeið og ráðgjöf
Kennarar sem vilja þróa námskeið sín eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn KHA með því að senda inn beiðni. Saman förum við yfir markmið og uppsetningu námskeiðisins. Í framhaldi hittumst við svo reglulega til að aðstoða og þróa námskeiðið enn frekar. Hægt er að bóka tíma með starfsfólki Kennslumiðstöðvar til að leita ráða um atriði sem ýmist tengjast kennslufræðilegum atriðum eða margmiðlunar-, tækja- og hugbúnaðarlausnum.
Smelltu hér til að bóka ráðgjöf
Vinnustofur og opnir tímar
Kennslumiðstöð heldur vinnustofur einu sinni í mánuði á hverju misseri. Þá kemur fólk saman til að miðla af eigin reynslu og þekkingu og aflar sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum. Einnig eru stofurnar kjörið tækifæri til að kynna sér hugbúnað og tækni sem notuð er við kennslu í HA. KHA bíður upp á opna tíma alla virka daga frá kl. 11:00 til 12:00 á samskiptaforritinu Zoom. Á þessum tíma er hægt að koma og fá aðstoð og ráðgjöf á kerfum og forritum sem háskólinn er að þjónusta, án þess að bóka tíma
Í dagatali Uglu má finna dagsetningar næstu vinnustofur