Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

...

Skemman er rafrænt varðveislusafn íslenskra háskóla fyrir lokaverkefni nemenda. Allir háskólar landsins styðja opinn aðgang að rannsóknarniðurstöðum og vinna markvisst að því að vísindalegt efni verði sem víðast aðgegngilegt. Í Skemmunni er hægt að leita í öllu efni í grunninum og þrengja leit eftir höfundum, titli, efnisorðum, leiðbeinanda eða dagsetningu. 

...

Reglur um skil í Skemmu 

Öllum lokaverkefnum við HA á að skila rafrænt í Skemmuna. Skiladagur á rafrænu eintaki í Skemmu skal eiga sér stað á settum skiladegi deildar og skilin eru forsenda brautskráningar.

...

Leiðbeiningar koma upp með hverju skrefi í skilaferlinu á Skemmunni. 

  • Lýsing á lokaverkefninu. Svið sem verður að fylla út eru merkt sérstaklega (höfundur, titill, útdráttur), önnur svið eru valkvæð (til dæmis tengd vefslóð, lýsing og styrktaraðili)
  • Hlaða upp skrám. Verkefnið skal vistað á pdf formi. Meginreglan er sú að lokaverkefni í Skemmu séu opin til aflestrar en athugið að óheimilt er að prenta eða afrita þau


Þeir nemendur sem ætla að loka aðgengi að heildartexta tímabundið til dæmis vegna trúnaðarupplýsinga skulu skipta verkefninu upp í eftirfarandi skjöl og gera aðgengileg:

  1. Efnisyfirlit
  2. Heimildaskrá
  3. Fylgiskjöl (ef einhver eru, þótt þau séu lokuð)
  4. Heildartexti (á alltaf vera skráður í Skemmu þótt hann sé lokaður)
  • Staðfesta skil. Til að senda lokaverkefni inn til staðfestingar verður að samþykkja skilmálana


Að yfirferð lokinni er sendur út tölvupóstur með niðurstöðu yfirferðarinnar.

Verkið er samþykkt eða því hafnað í Skemmuna. Ef verkinu hefur verið hafnað er það sent tilbaka og viðkomandi fær tækifæri til að lagfæra það sem er ábótavant og senda inn aftur.

Það er á ábyrgð nemenda að rafrænt eintak lokaverkefnis sé endanleg lokaútgáfa lokaverkefnis sem samþykkt hefur verið af leiðbeinanda og að því fylgi öll fylgigögn sem krafist er.