Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.
Comment: Version published after converting to the new editor

FindTime er viðbót við Outlook sem hjálpar til við að skipuleggja fundi. Hægt er að senda póst með nokkrum valkostum um tímasetningu fundar og þá hefst kosning á hvaða tími hentar best. Um leið og allir hafa kosið tíma, þá verður til sjálfkrafa fundur í Outlook dagatalinu.

...

  1. Byrjaðu á því að búa til póst eða svara pósti í Outlook.
  2. Listaðu upp þá aðila sem eiga að taka þátt í fundinum með því að bæta þeim inn í To og/eða Cc.
  3. Smelltu á Home í póstinum og veldu Reply with meeting poll.
  4. Skilgreindu hvað fundurinn á að vera langur og hvaða dagar koma til greina.
    FindTime meeting duration
  5. Hér er hægt að flokka fundina eftir því hvaða tími hentar flestum.
    FindTime dates Availability and Time options.
  6. Við hvern einstakling sést hvernig hann er skráður í dagatalinu hjá sér.
    People icons key
  7. Veldu hvenær yfir daginn þú vilt halda fundinn. Þegar búið er að velja tíma, smelltu á Next.
    Selected meeting options
  8. FindTime býr sjálfkrafa til fund á Teams, en það er alltaf hakað í Online Meeting þegar FindTime er notað.
    A screenshot of the New meeting poll pane
  9. Þegar smellt er á Poll settings þá kemur upp eftirfarandi stillingar.
    Notify me about poll updates: Þú færð póst í hvert skipti sem aðili velur sér fundartíma.
    Schedule when attendees reach consensus: Bóka fund um leið og allir eru sammála um tíma.
    Hold selected times on my calendar: Taka til hliðar tímasetningar sem koma til greina í dagatalinu þar til tími hefur verið ákveðinn
    Lock poll for attendees: Hægt er að læsa vali hjá aðilinum þegar þeir hafa kosið tíma.
    Require attendees to verify their identity: Notendur þurfa að staðfesta að hverjir þeir eru
    Email notifications in FindTime language: Velja tungumál á svarinu sem kemur frá FindTime.
  10. Smelltu á Insert to email til að festa könnunina við tölvupóstinn.
  11. Könnunin er núna komin inn í póstinn, það er alltaf hægt að smella á Edit Options ef það þarf að breyta einhverju.
  12. Ýttu á Send til að senda könnunina.
  13. Þú færð síðan sendan hlekk sem beinir þig að síðu, þar sem hægt er að fylgjast með kosningunni.