Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

Áður en upptökur hefjast þá eru viss atriði sem þurfa alltaf að vera á hreinu, bæði til að auka gæði á myndefni og auðvelda klippivinnu.

Lýsing

Þumalputta reglan er sú að ná sem mestu valdi yfir allri lýsingu, hvort sem hún kemur úr loftljósi eða að utan. Náttúruleg lýsing og lýsing úr venjulegum ljósaperum eru aldrei í sama styrkleika. Því er best að draga frekar fyrir glugga og nýta frekar þá lýsingu sem kemur útfrá rafmagni. Auk þess að það er töluvert auðveldara að stjórna lýsingu frá ljósaperum en sólinni. Það sem skiptir mestu máli er að sá sem er í mynd sé vel upplýstur. Stundum er nóg að slökkva nokkur ljós í herberginu, hér að málið að prufa sig áfram til að fá sem bestu útkomuna. Ef borðlambi er til staðar þá er hægt að setja bökunarpappír fyrir framan peruna og lýsa í andlit á þeim sem er mynd. Þannig er hægt að lýsa upp andlitið á mildan máta.

Bakgrunnur

Hér er hægt að prufa sig áfram og leika sér pínu með það sem kemur fram í bakgrunn. Gott er þó að hafa örfá atriði í huga þegar bakgrunnur er valinn.

...

Prufa sig áfram: Erfitt er að segja hvernig lýsing hentar hverju sinni, þess vegna er mikilvægt að leggja smá pælingu í þetta atriði og vera óhrædd/ur að prufa sig áfram.

Hljóð

Þetta er lang mikilvægasta atriðið í myndbandinu! Ganga þarf alltaf úr skugg um að hljóðið sé í lagi. Því er gott að gera alltaf eina prufu áður en aðal upptaka fer fram. Upplýsingarnar sem þú ert að reyna koma til skila snúast um hljóð, ekkert annað. Alltaf annað myndbandinu er í raun aukaatriði, um leið og hljóðgæði eru ekki nægjanlega góð og missir myndbandið mikið vægi sitt sem kennslumyndband.

Gera hljóðprufu

Engin undantekning, alltaf vera viss um að hljóð sé í lagi.

Html
<iframe src="https://unak.panopto.nordu.net/Panopto/Pages/Embed.aspx?id=d55d281a-5c70-47b3-a5d9-c0a0d108ebde&autoplay=false&offerviewer=true&showtitle=true&showbrand=false&start=0&interactivity=all" height="405" width="720" style="border: 1px solid #464646;" allowfullscreen allow="autoplay"></iframe>


Umhverfi

Gott er að spá aðeins í umhverfinu áður en upptökur hefjast. Hljóðbylgjur endurkastast mismunandi milli hluta, það sem við viljum reyna að gera er að mýkja þetta endurkast. Til dæmis þá endurkastar veggur fastar frá sér en gluggatjöld og bókahilla endurkastar mýkra frá sér en veggur. Gott trikk er að klappa nokkrum sinnum í hljóðprufunni, ef smellurinn bergmálast mikið þá þarf að reyna mýkja hljóðið. Hægt er að hengja teppi upp sitthvor megin við þann sem er í mynd (teppin eiga samt ekki að vera í mynd), til að mýkja endurkastið.


Handrit

Það getur sparað mikinn tíma að punkta niður atriði sem á að fjalla um í upptökunni.

Á meðan upptaka stendur yfir

Tala hægt og skýrt, taka sér góðan tíma og vera óhrædd/ur að gera mistök. Það er alltaf hægt að klippa þau í burtu eða endurtaka það sem klikkaði. Eftir því sem talað er hægar er auðveldara að vinna með efnið. Gott er að leyfa 3-7 sekúndum líða á milli þess sem upptaka hefst og þegar hún klárast.

Ekki horfa á ykkur sjálf þegar þið takið upp: Horfið á myndavélina, þið eruð að ávarpa nemendur ykkar. Það kemur mjög kjánalega út þegar nemendur fá myndbandið og sá sem er í mynd horfir eitthvað til hliðar á meðan hann talar.

Notkun hlaðvarps í kennslu

Html macro
<iframe src="https://unak.panopto.nordu.net/Panopto/Pages/Embed.aspx?id=e7cdd15b-e745-4a3b-ac69-2c1051b314a9&autoplay=false&offerviewer=false&showtitle=true&showbrand=false&captions=false&interactivity=all" height="605" width="96%" style="border: 1px solid #464646;" allowfullscreen allow="autoplay"></iframe>