Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.
  • Spurningarnar sjást ekki, bara hvítur skjár:

    • Þetta getur gerst ef tölvan missir samband við net í stutta stund. Til þess að laga þetta, þá er oftast nóg að fara á öftustu síðuna í prófinu (skilasíðan) og velja þar eina spurningu úr listanum. Það lætur vafrarann endurhlaða prófinu.

  • Lyklaborðið mitt fór yfir á annað tungumál:

    • Til að skipta um tungumál á lyklaborði, þá er ýtt á

      • PC: [ctrl]+[shift]

      • MAC: [control]+[space]

  • Ég læsti tölvunni (Windows) og nú er rauður skjár sem er ekki hægt að skrifa eða haka í neitt á

    • ýttu á [ctrl] + [alt] + [delete]. Þá ætti að koma skjár til þess að skrá þig inn á tölvuna. Eftir það, þá ættir þú að geta skrifað inn lykilorðið sem prófverðir hafa til þess að komast aftur inn í prófið

  • Villa við að fara inn í prófið: “The application listed below could not be terminated! Please terminate them manually and try again”

    • PC: Þetta gerist ef Inspera getur ekki lokað þeim forritum sem ekki eru leyfð í bakgrunnskeyrslu. Þá þarf að finna viðkomandi forrit annað hvort niðri í horninu hægra megin hjá klukkunni og loka því, eða með því að hægri-smella á “Taskbar”, velja “Task manager”, finna viðkomandi forrit í “Background processe”, hægri-smella á það og velja “End task”