Inspera

Inspera er læst prófaumhverfi sem Háskólinn á Akureyri notar. Það er mikilvægt að nemendur taki með góðum fyrirvara það prufupróf sem er í boði fyrir hverja prófatíð, á þeirri tölvu sem þeir munu nota til þess að taka raunverulegu prófin. Þetta er gert til þess að athuga hvort tæknileg vandamál séu til staðar, og að nemendur geti leitað sér aðstoðar ef svo er. Ef nemandi skiptir um eða uppfærir tölvu, er einnig mikilvægt að prufuprófið sé tekið aftur þar sem vandamál geta orðið eftir uppfærslur.

Athugið:

Ekki má sækja hvaða útgáfu af SafeExam (Inspera) sem er. Það er mikilvægt að forritinu sé hlaðið niður í prufuprófinu sem er í Inspera, annars er hætta á að prófaumhverfið virki ekki.

Vinsamlegast fylgið þeim leiðbeiningum sem eru í kaflanum Prufupróf í Inspera til þess að setja upp prófaumhverfið.

 

Reglulega koma uppfærslur fyrir SafeExam. Við mælum með því að sækja SafeExam vafrarann fyrir hverja prófatíð til að ganga úr skugga um að útgáfan sem er uppsett sé sú sem verið er að nota hverju sinni

Vinsamlegast fylgið þeim leiðbeiningum sem eru í kaflanum Prufupróf í Inspera til þess að setja upp prófaumhverfið.

 

Við mælum með því að símar sem notaðir eru til þess að auðkenna notendur til innskráningar séu hafðir með á prófstað þar sem þess er þörf ef upp koma vandamál sem verða til þess að lánstölva sé notuð

 

Oft koma upp vandamál þegar farið er inn í próf sem veldur því að rauður skjár kemur upp. Við mælum með því að loka öllum forritum og öllum flipum í þeim vafrara sem er notaður til þess að koma í veg fyrir þessa villu

 

  • Mac notendur:

    • Athugið að eldri stýrikerfi en 12.1 mun ekki keyra prófaumhverfið