Með því að nota hópa í námskeiði er hægt að:
Stofna hópverkefni. Nemandi skilar verkefni fyrir sinn hóp. Einkunn og endurgjöf fyrir hóp fer á alla meðlimi hópsins.
Setja upp hópumræðu. Nemandi hefur einungis aðgang að umræðu eigin hóps.
Láta nemendur hóps nota vinnusvæði hóps fyrir hópvinnu. Hópmeðlimir geta safnað gögnum í skráarsafn hópsins, sett upp umræðu fyrir hópinn, sent hópmeðlimum tilkynningar, skráð atburði í dagatal hópsins, haldið fjarfundi o.fl. Eingöngu hópmeðlimir hafa aðgang að hópvinnusvæði hóps og þeim gögnum sem þar eru auk kennara námskeiðs. Kennari hefur sömu réttindi innan hóps og hópmeðlimir. Hann getur heimsótt vinnusvæði hóps, látið nemendum í té gögn, fylgst með vinnu nemenda og eða tekið þátt í vinnu hóps.
Hægt er að setja hópa upp með sjálfsskráningu, svo að nemendur geti sjálfir skráð sig í þá.
Hver er tilgangur hópasetts?
Hópasett (groupset) er nokkurs konar skel sem heldur utan um tiltekna hópa. Hópar námskeiðs eiga ávallt heima í hópasetti. Kennari getur stofnað eins mörg hópasett í námskeiði og þörf krefur t.d. hópasett þar sem nemendur eru í tveggja manna hópum vegna hópverkefnis, annað hópasett þar sem nemendum er skipt í fimm manna hópa vegna hópumræðu o.s.frv. Nemandi getur einungis verið meðlimur í einum hópi í hverju hópasetti.
Það er mikilvægt að heiti hópa séu höfð þannig að nemandi geti séð hvaða námskeiði hópur tilheyrir og hvaða verkefni er verið að leysa eða til hvers hópurinn er. Dæmi: HMM223F - Viðskiptagreining - Hópur 1.
...
Hópar tengdir við verkefni eða umræðu
Ef nemendur eiga að skila verkefni sem hópur eða taka þátt í umræðu sem hópur þarf að tengja verkefnið/umræðuna við hópasett. Þetta er gert í uppsetningu verkefnis (umræðu). Merkt er við hópastillingu í uppsetningu atriðisins og viðeigandi hópasett valið.
...
Hvernig er nemanda gefin önnur einkunn en hópfélögum?
Oft kemur upp sú staða að gefa þarf tilteknum hópmeðlimum aðra einkunn en öðrum nemendum í hópnum. Best er að gefa hópunum fyrst einkunn (hægt er að hafa einkunnir fyrir verkefnið faldar) en gefa síðan stökum nemendum sérstaka einkunn. Til að gera það þarf að breyta stillingu í uppsetningarformi verkefnisins. Svona er farið að:
Smellið á verkefnið og farið í Breyta.
Skrollið niður að stillingu fyrir hópverkefni og merkið við Skrá einkunnir á hvern nemanda sérstaklega.
Vistið.
...
Eftir að stillingunni hefur verið breytt sjást hóparnir ekki í speedgrader lengur, heldur nöfn nemenda. Einkunnir sem hópum voru áður gefnar haldast inni hjá nemendum. Hægt er að breyta einkunn nemanda hvort sem er í speedgrader eða einkunnabók.
...
Sjálfskráning í hópa gerð óvirk
Þegar leyfð er sjálfskráning í hópasetti geta nemendur skráð sig sjálfir í hópa, skipt um hóp og skráð sig úr hópi. Til að fyrirbyggja að nemendur skipti um hópa t.d. eftir ákveðinn tíma eða áður en skil hefast í hópverkefni sem tengist hópasettinu, þarf að gera sjálfskráningu hópasettsins óvirka. Svona er farið að:
Farið í Fólk í valmynd námskeiðs og smellið á viðkomandi hópasett.
Farið í möguleika hópasettsins (þrípunktinn) og í Breyta.
Takið merki úr reit við Heimila sjálfskráningu og vistið.
...
Nemendum gefið leyfi til að stofna eigin hópa í námskeiði
Í stillingum námskeiðs getur kennari veitt nemendum leyfi til að stofna eigin hópa. Slíkir hópar eru fyrst og fremst ætlaðir fyrir samvinnu nemenda og samskipti. Kennari sér hópa sem nemendur stofna undir flipanum Nemendahópar þegar farið er í Fólk í valmynd námskeiðs. Hópa sem nemendur stofna er ekki mögulegt að nota í hópverkefnum eða hópumræðum. Svona er farið að:
Farið í Stillingar í valmynd námskeiðs.
Athugið að flipinn Námskeiðsupplýsingar sé valinn efst á síðunni.
Skrollið neðst á síðuna og smellið á fleiri kosti.
Merkið við Leyfa nemendum að skipuleggja eigin hópa.
Uppfærið námskeiðsupplýsingar.
...
Hvernig sér nemandi hópa?
Nemandi hefur tvær leiðir til að skoða hópa:
Nemandi getur smellt á Hópa í Canvas valmyndinni (í litaða borðanum til vinstri) og fær þá að sjá alla sína hópa, í öllum námskeiðum, á einum stað. Þess vegna er betra að í heiti hóps komi fram bæði númer námskeiðs og t.d. verkefni sem á að leysa.
Nemandi getur farið sömu leið og kennari, opnað námskeið, farið í Fólk og í Hópa. Þar sér nemandi alla hópa námskeiðsins, óháð því hvort hann er meðlimur í hópnum eða ekki. Nemandinn getur þó einungis heimsótt hópvinnusvæði hóps þar sem hann er meðlimur. Til að skrá sig í hóp í námskeiði er nauðsynleg að nemandi fari þessa leið.