Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this content. View the current version.

Compare with Current View Version History

« Previous Version 16 Next »

Inspera er læst prófaumhverfi sem Háskólinn á Akureyri notar. Það er mikilvægt að nemendur taki með góðum fyrirvara það prufupróf sem er í boði, á þeirri tölvu sem þeir munu nota til þess að taka raunverulegu prófin. Þetta er gert til þess að athuga hvort tæknileg vandamál séu til staðar, og að nemendur geti leitað sér aðstoðar ef svo er. Ef nemandi skiptir um eða uppfærir tölvu, er einnig mikilvægt að prufuprófið sé tekið aftur þar sem vandamál geta orðið eftir uppfærslur.

Athugið:

Ekki má sækja hvaða útgáfu af SafeExam (Inspera) sem er. Það er mikilvægt að forritinu sé hlaðið niður í gegnum Canvas.

  • Mac notendur:

    • Leit á vefsíðum sem leyfðar eru í prófi (Command+F), virkar ekki sökum takmarkana í stýrikerfi

    • Athugið að eldri stýrikerfi en 10.15 mun ekki keyra prófaumhverfið

Vinsamlegast fylgið þeim leiðbeiningum sem eru í kaflanum Prufupróf í Inspera til þess að setja upp prófaumhverfið.

  • No labels