Ef lykilorð eru vistuð í vafrara, þá er hægt að sýna þau á eftirfarandi hátt.
Microsoft Edge
Í valmyndinni, veljið “Settings” → “Profiles” → “Passwords” → “Saved passwords”. Finnið viðkomandi síðu þar sem lykilorðið er vistað í og veljið augað til þess að sýna lykilorðið. Sláið inn lykilorðið inn á tölvuna ef þess þarf.
Google Chrome
Í valmyndinni, veljið “Settings” → “Autofill” → “Password manager”, finnið viðkomandi síðu þar sem lykilorðið er vistað, smellið á augað til að sýna lykilorðið og sláið inn lykilorðið inn á tölvuna ef þess þarf
Safari
Í valmyndinni, veljið “Safari” → “Preferences” → “Passwords” og sláið inn lykilorðið inn í tölvuna. Smellið á viðkomandi vefsíðu til að sýna lykilorð