Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 4 Next »

Í LLEAP hermikennsluhugbúnaðinum er sjúklingaskjár sem er hægt að setja upp á venjulega tölvu. Í hermisetrinu er venjuleg tölva aftan á snertiskjá sem staðsettur er við sjúkrarúm.

Byrjið á því að ganga úr skugga um að kveikt sé á tölvunni með því að athuga hvort það sé ljós á takkanum sem kveikir á henni. Ef ekki, kveikið á tölvunni.

Athugið að betra er að tengja tölvuna eða spjaldtölvuna við dúkkuna áður en sjúklingaskjárinn er tengdur henni. Ef það er ekki gert, getur verið að sjúklingaskjárinn missi samband við dúkkuna og þurfi að tengjast henni aftur.

Tölvan er uppsett þannig að hún ræsir hugbúnaðinn sjálfkrafa þegar kveikt er á tölvunni. Ef hugbúnaðurinn kemur ekki upp eða er ekki opinn, þá er hann ræstur með því að smella á táknið “Laerdal Patient Monitor” á skjáborðinu image-20240705-145443.png

Til þess að tengjast dúkku, þá þarf að velja viðkomandi dúkku í listanum og smella á hana. Athugið að fleiri en ein dúkka getur komið fram í listanum. Nöfn dúkkanna eru í flestum tilfellum á hægri hlið dúkkunnar þar sem kveikt er á nýju dúkkunum

image-20240705-145716.png

Þegar sjúklingaskjárinn tengist dúkkunni, kemur hann sjálfkrafa upp. Hér er hann sýndur þar sem búið er að breyta uppsettningunni með því að velja “Main setup” → “Change screen” → “BigNum” og virkja öll gildi með því að snerta þau. Athugið að skjárinn sýnir ekki gildin fyrr en þau eru snert eins og fyrirmæli á skjánum segja til um

image-20240705-150545.png

Athugið að skjárinn sýnir ekki upplýsingar nema vera tengdur dúkku eða hermir keyrður á tölvunni. Þó er hægt að nota hann án þess að hafa dúkkuna sem slíka, heldur dugar að hafa stjórnbúnað úr eldri dúkku og spjaldtölvu.

 Keyra hermi fyrir Lleap hermikennsluhugbúnað

Ef nota á hugbúnaðinn án þess að tengja dúkku við hann, til dæmis ef leikari leikur sjúkling eða til þess að læra á hugbúnaðinn, þá er hægt að keyra hermi fyrir dúkku til þess að tengja sjúklingaskjá og stjórntölvu við.

Til þess að ræsa herminn, þá er valið “Virtual Simulator” → “Local computer” og sú dúkka valin sem óskað er eftir að herma

image-20240827-143146.pngimage-20240827-143257.png

Þá keyrir hermir á tölvunni sem líkir eftir þeirri dúkku sem var valin. Þá er hægt að nota hugbúnaðinn með þeim takmörkum að ekki er hægt að tengja dúkku eða sjúklingaskjá aukalega

 Click here to expand...
Error rendering macro 'include' : com.atlassian.renderer.v2.macro.MacroException: No page title provided.
  • No labels