Stofuleiðbeiningar
Hér má finna gagnvirkar myndir úr kennslustofum og upplýsingar um þann búnað sem þar er. Hægt er að líta í kringum sig með því að hreyfa myndirnar sem eru í hverri stofu fyrir sig. Tölva og búnaður til upptöku er í öllum stofum, en mismunandi búnaður er í stofunum eftir hentugleika. Athugið að nokkrar mínútur þarf til að skrá notanda inn á hverja tölvu fyrir sig í upphafi annar þar sem öll gögn eru hreinsuð út af tölvunum á hverri önn.
Einnig þarf kennari að skrá sig inn á Office aðganginn sinn ef það kemur upp þegar Powerpoint, Word eða excel er notað. Ef viðkomandi velur að skrá sig ekki inn, lokast á flesta möguleika hugbúnaðarins. Af þeim sökum mælum við með því að kennari skoði stofuna og þann búnað ásamt því að skrá sig inn í tölvuna og Office umhverfið deginum áður ef þess er kostur, eða að minsta kosti 10 mínútum áður en tími hefst.
Athugið að nota tölvupóstinn Outlook, samskiptaforritið Teams og drifið Onedrive eingöngu í vefviðmótinu. Ef notandi skráir sig inn á Outlook eða Onedrive forritið, þá hleður tölvan gögnum viðkomandi notanda niður á tölvuna og geymir afrit þar.
Ef óskað er eftir aðstoð eða fyrirspurnir um búnað í stofu, má senda inn beiðni á hjalp.unak.is
Ef upp koma tæknileg vandamál á meðan kennslu stendur er hægt að hringja í símanúmerið: 460 8070 eða 8940513 og óska eftir aðstoð.
Tækniaðstoð:
Hægt er að óska efti tækniaðstoð í tíma með því að send inn beiðni á hjalp.unak.is og tilgreina það sem óskað er eftir aðstoð með. Tækniaðstoð aðstoðar með til dæmis með hljóð, mynd og tölvutengd atriði. Athugið að ekki er hægt að skrá aðila inn á Canvas sem ekki á aðgang þar inn. Sjá nánar í Þjónustuborð KHA