Padlet má líkja við rafræna „korktöflu" þar sem hægt er að vinna saman á sameiginlegu svæði. Sá sem býr til Padletvegginn getur boðið öðrum að setja vinnu sína á vegginn. Forritið bíður upp á einfalda leið til að deila efni og safna gögnum
Skrá sig inn í fyrsta sinn á Padlet
Smelltu á slóðina hér fyrir neðan til að hefja ferlið.
https://universityofakureyri.padlet.org
Þá opnast ný síða í vefvafranum. Hér þarftu að smella á Log in with Microsoft.
Fylltu út notenda upplýsingar um þig, eða veldu þinn notanda ef hann er nú þegar vistaður í vefvafranum.
Smelltu á Accept til að gefa forritinu leyfi til að nálgast eftirfarandi gögn.
Þá birtist gluggi sem spyr hvort þú viljir fá tilkynningar í tölvuna frá Padlet. Veldu Allow til að leyfa tilkynningar eða Block til að afþakka þær.
Þá er innskráningu lokið og þú getur byrjað að nota Padlet.
Einnig færðu senda staðfestingu í póst, þegar innskráningarferli er lokið.