Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 9 Next »


**Vinsamlegast athugið að þessar leiðbeiningar eru í vinnslu og eru því ekki tilbúnar **

Stjórnbúnaður hermisetursins samanstendur af myndavélakerfinu Xprotect frá framleiðandanum Milestone, hússtjórnarkerfinu Crestron og hermikennslukerfinu LLeap frá framleiðandanum Laerdal.

Hentugast er að byrja á að:

  • Kveikja á þeim dúkkum sem á að nota og bíða eftir hósta og- eða öndunarhljóði.

  • Ræsa tölvu eða spjaldtölvu sem á að nota til þess að stjórna viðkomandi dúkku og tengjast dúkkunni. Athugið að hægt er að stilla forritið þannig að það tengist sjálfkrafa þeirri dúkku sem var síðast í notkun. Því þarf að ganga úr skugga um að það hafi tengst réttri dúkku í hvert skipti.

  • Ræsa sjúklingaskjá og láta hann tengjast viðkomandi dúkku. Athugið að hægt er að stilla skjáinn þannig að hann tengist sjálfkrafa þeirri dúkku sem var síðast í notkun. Því þarf að ganga úr skugga um að hann hafi tengst réttri dúkku í hvert skipti.

  • Ræsa Milestone forritið og velja réttan hljóðnema

 Dúkkur

Nokkrar mismunandi dúkkur eru í notkun, en hér verður talað um nýrri og eldri dúkkur. Í grófum dráttum er munurinn sá að nýrri dúkkurnar eru með innbyggðum stjórnbúnaði en eldri dúkkurnar eru með utanáliggjandi stjórnbúnaði auk rafhlöðu. Tengilega séð er ekki annar munur á þeim og verður því ekki fjallað sérstaklega um hvora tegundina fyrir sig.

image-20240827-153446.png

Dúkkurnar eru með rafhlöðu sem þarf að sjá til þess að þær séu hlaðnar. Þó er hægt að hafa dúkkurnar í sambandi við rafmagn með meðfylgjandi spennubreyti en taka þarf tillit til þess að þá er dúkkan ekki jafn hreyfanleg þar sem ekki má velta henni á hliðina þar sem tengin geta skemmst. Þetta á einnig við um nettengingu. Þær geta verið bæði þráðlausar og þráðtengdar

Kveikja á dúkkunni

  • Ýtið á takkann á stjórnbúnaðinum

  • Bíðið þar til ljósið á stjórnbúnaðinum hættir að blikka og bæði loga stöðugt

Dúkkan er nú tilbúin fyrir tengingu með Lleap hugbúnaðinum

image-20240705-152535.png

 Hugbúnaðurinn LLEAP frá Laerdal
Unable to render {include} The included page could not be found.

 Sjúklingaskjár

Í LLEAP hermikennsluhugbúnaðinum er sjúklingaskjár sem er hægt að setja upp á venjulega tölvu. Í hermisetrinu er venjuleg tölva aftan á snertiskjá sem staðsettur er við sjúkrarúm.

Ef skjárinn er ekki uppi, athugið hvort kveikt sé á tölvunni með því að athuga hvort það sé ljós á takkanum sem kveikir á henni. Ef ekki, kveikið á tölvunni. Ef ljósið logar, prufið að snerta skjáinn eða kveikja á honum. Í sumum tilfellum þarf að kveikja á skjánum með fjarstýringu.

Athugið að betra er að tengja tölvuna eða spjaldtölvuna sem stjórnar tilfellinu við dúkkuna áður en sjúklingaskjárinn er tengdur henni. Ef það er ekki gert, getur verið að sjúklingaskjárinn missi samband við dúkkuna og þurfi að tengjast henni aftur.

Tölvan er uppsett þannig að hún ræsir hugbúnaðinn sjálfkrafa þegar kveikt er á tölvunni. Ef hugbúnaðurinn kemur ekki upp eða er ekki opinn, þá er hann ræstur með því að smella á táknið “Laerdal Patient Monitor” á skjáborðinu image-20240705-145443.png eða endurræsa tölvuna

Til þess að tengjast dúkku, þá þarf að velja viðkomandi dúkku í listanum og smella á hana. Athugið að fleiri en ein dúkka getur komið fram í listanum. Nöfn dúkkanna eru í flestum tilfellum á hægri hlið dúkkunnar þar sem kveikt er á nýju dúkkunum.

Ef dúkka eða stjórnbúnaður fyrir dúkku er ekki notaður heldur hermir á stjórntölvunni, þá kemur hann upp í glugganum “Virtual Simulator” og er valinn þar.

image-20240705-145716.png

Þegar sjúklingaskjárinn tengist dúkkunni, kemur hann sjálfkrafa upp. Hér er hann sýndur þar sem búið er að breyta uppsettningunni með því að velja “Main setup” → “Change screen” → “BigNum” og virkja öll gildi með því að snerta þau.

Athugið að skjárinn sýnir ekki gildin fyrr en þau eru snert eins og fyrirmæli á skjánum segja til um

image-20240705-150545.png

Hægt er að láta skjáinn sýna gildin með því að haka í öll gildin sem á að sýna í stjórnhugbúnaðinum

image-20240903-085252.png

Athugið að skjárinn sýnir ekki upplýsingar nema vera tengdur dúkku eða hermi keyrður á stjórntölvunnitölvunni.

 Keyra hermi fyrir Lleap hermikennsluhugbúnað

Ef nota á hugbúnaðinn án þess að tengja dúkku við hann, til dæmis ef leikari leikur sjúkling eða til þess að læra á hugbúnaðinn, þá er hægt að keyra hermi fyrir dúkku til þess að tengja sjúklingaskjá og stjórntölvu við.

Til þess að ræsa herminn, þá er valið “Virtual Simulator” → “Local computer” og sú dúkka valin sem óskað er eftir að herma

image-20240827-143146.pngimage-20240827-143257.png

Þá keyrir hermir á tölvunni sem líkir eftir þeirri dúkku sem var valin. Þá er hægt að nota hugbúnaðinn með þeim takmörkum að ekki er hægt að tengja dúkku eða sjúklingaskjá aukalega

 Dúkku stjórnað með spjaldtölvu

Skólinn á tvær dúkkur frá Leap ásamt tvemur Simpad auk eins sírita (patient monitor). Síritinn virkar eingöngu með “Simulation box” fyrir aðra hvora dúkkuna. Hann reynir sjálfkrafa að tengjast sömu dúkku og var síðast tengd. Til þess að setja upp hermikennslu, byrjið á því að:

·       Tengja rafhlöðuna við boxið (hleðslutækið ef þarf)

·       Tengið dúkkuna við boxið (ef það á að nota dúkku)

·       Kveikið á boxinu og bíðið í eina mínútu (þar til bæði ljósin kvikna)

·       Kveikið á Simpad og bíðið eftir að hann tengist Simbox

·       Tengið netið við Simbox (gula snúran)

·       Kveikið á síritanum (patient monitor, tölvan aftan á skjánum)

 

Athugið að Simpad slekkur á sér ef hann er ekki notaður í 30 mín

 

Síritinn á að ræsa öll forrit sjálfkrafa. Ef ekki, þá þarf að ræsa:

·      (NDI) Screen Capture (til að sjá síritann í annari stofu)

·       Laerdal Patient Monitor

Til að horfa á myndavélarnar og síritann (Axis companion og NDI Tools þarf að vera uppsett á viðkomandi tölvu):

·       Ræsið NDI Studio Monitor til að sjá síritann:

o   Veljið “Stofa-J205-Patient” -> “Intel HD Graphics 630 1”

·       Ræsið “Axis Companion”, lykilorð er: Horfa!

 Hugbúnaðurinn Xprotect frá Milestone

Milestone myndavélakerfi sýnir mynd frá myndavélum, skjámynd frá sjúklingaskjáum og hljóð frá þeim myndavélum sem búnar eru hljóðnema eða sértækum hljóðnemum í rými. Hér fyrir neðan eru notkunarleiðbeiningar fyrir hugbúnaðinn.

 Ræsing á Milestone

Tölvan sem keyrir Milestone er uppsett þannig að hugbúnaðurinn á að keyrast sjálfkrafa við ræsingu á tölvu. Ef hugbúnaðurinn er ekki í gangi þó kveikt sé á tölvunni, þá er smellt á táknmyndina fyrir “Milestone Express” á skjáborðinu. Ef það er ekki sjáanlegt, þá er smellt á Windows merkið í stikunni, valið “All” → “Milestone” → “Xprotect Smart Client 2023”. Einnig er hægt að endurræsa tölvuna til þess að forritið keyrist sjálfkrafa

 Innskráning í Milestone

Forritið er uppsett þannig að innskráning á að gerast sjálfkrafa við ræsingu á forritinu. Ef það gerist ekki, þá eru eftirfarandi upplýsingar settar inn:

Computer = ha-herm-milesto

Authentication = Basic Authentication

User name = hermikennsla

Password = hermikennsla

Hakað í “Remember password” og “Auto-login”

Því næst er smellt á “Connect”

image-20240705-104108.png

Ef það kemur upp eftirfarandi gluggi þá er smellt á “Allow” til þess að halda áfram

image-20240705-104550.png

 Vandamál við innskráningu

Ef upp kemur vandamál við innskráningu, þá þarf að lesa þau villuskilaboð sem birtast.

Hér er dæmi um rangt lykilorðið eða notandanafn.

image-20240705-104706.png

Hér er dæmi um nafn á netþjóni er ekki rétt innslegið í “Computer” eða ef ekki næst samband við netþjón. Hafa þarf samband við tæknimann ef nafnið á netþjóninum er örugglega rétt í dálknuim “Computer”

image-20240705-105132.png

 Notkun á Milestone Xprotect

Þegar búið er að ræsa forritið og skrá inn notanda er hægt að horfa á myndavélar, horfa á sjúklingaskjá og hlusta á hljóðnema. Athugið að eingöngu er hægt að hlusta á einn hljóðnema í einu. Það er hægt að velja eina myndavél til að horfa á, eða sniðmáta þar sem hægt er að raða inn myndavélum og skjám eftir hentugleika. Einnig er hægt að velja fyrirfram ákveðinn sniðmáta þar sem þær myndavélar, hljóðnemar og sjúklingaskjáir sem tilheyra því rými sem verið er að vinna í eru fyrirfram uppraðaðir. Ef myndavél er hreyfanleg, þá birtast örvar í neðra hægra horni myndavélarinnar. Þá er hægt að hreyfa viðkomandi myndavél til með músinni eða með því að smella á ör í þá átt sem myndavélin á að færast í.

image-20240705-134734.png

 Crestron hússtjórnarkerfi

Crestron er framleiðandi að hússtjórnarkerfi sem er hægt að nota til að stýra svo gott sem öllum nettengdum búnaði. Hér er Crestron notaður til þess að stjórna hljóði, hljóðnemum, ljósum, gardínum, skjávörpum, skjávarpatjöldumn og sjónvörpum. Í flestum tilvikum er lítill stjórnskjár þar sem viðkomandi hlutum er stýrt frá.

  • No labels