AirServer er hugbúnaður sem getur tekið á móti þráðlausri mynd- og hljóðsendingu frá öðrum tækjum búnum þráðlausu netkorti eins og fartölvum, símum og spjaldtölvum. Þessi hugbúnaður er oftast hafður á sér tölvu eins og er í sumum fundarherbergjunum. Þar af leiðandi þarf að stilla viðkomandi skjá á þann inngang sem tölvan sem keyrir hugbúnaðinn er tengd við, eða HDMI 2 í flestum tilvikum.
Athugið: Ekki er hægt að tengjast fleiri en einum skjá þráðlaust, en hins vegar geta fleiri en einn sent þráðlaust á einn skjá samtímis
Hér eftir eru leiðbeiningar eftir mismunandi stýrikerfum hvernig tengjast á þráðlausri myndsendingu: