Hægt er að flytja nokkrar tegundir spurninga úr textaskjali yfir í spurningabanka í Canvas og Inspera. Til þess að hægt sé að flytja spurningarnar inn þarf að setja skjalið upp á ákveðinn hátt.
Skjalið þarf að vista sem .txt skrá. Nafn skjals verður nafn spurningabanka svo gott er að það sé lýsandi (t.d. LFR0176_H21)
Uppsetning spurninga:
Hægt er að flytja inn mismunandi tegundir spurninga, t.d. krossaspurningar bæði með einu réttu svari og fleiri réttum svörum (fjölvals- og fjölsvarsspurningar), rétt og rangt spurningar, eyðufyllinga spurningar þar sem nemendur skrifa inn rétt svar (ein eða fleiri eyður) og ritgerðarspurningar.
Uppsetning á spurningum er þannig að þær eru númeraðar 01, 02, 03, 04 o.s.frv. (þetta má ekki vera sjálfvirk númeraröðun í skjalinu heldur verður það að vera skrifað) – Tölurnar eru til þess að skilja á milli mismunandi spurninga við yfirfærsluna.
Svarmöguleikar eru merktir a), b), c), d) o.s.frv. Til að merkja rétta svarið er sett * (stjarna) á undan því.
Dæmi um krossaspurningu:
01) Texti spurningar
- a) Svarmöguleiki 1
*b) Svarmöguleiki 2
- c) Svarmöguleiki 3
- d) Svarmöguleiki 4
Dæmi um spurningu með fleiri en eitt rétt svar
02) Texti spurningar
- a) Svarmöguleiki 1
- b) Svarmöguleiki 2
*c) Svarmöguleiki 3
*d) Svarmöguleiki 4
Dæmi um ritgerðarspurningu (Type: E er til að skilgreina að þetta sé ritgerðarspurning)
Type: E
03) Texti spurningar
Dæmi um rétt/rangt spurningu
04) Texti spurningar
*a) Rétt
- b) Rangt
Dæmi um spurningu með einni eða fleiri eyðum sem nemendur skrifa inn í
05) Þetta er dæmi um spurningu [með] einni eða [fleiri] eyðum. Það er hægt að hafa [fleiri, marga, tvo, þrjá] möguleika inn í eyðuna og þá gætu nemendur notað eitt þessara svara
Annað:
Hægt er að setja inn myndir með spurningunum og það er hægt að flytja inn fleiri tegundir af spurningu, endilega vertu í sambandi ef þú vilt vita meira.