Í LLEAP hermikennsluhugbúnaðinum er sjúklingaskjár sem er hægt að setja upp á venjulega tölvu. Í hermisetrinu er venjuleg tölva aftan á snertiskjá sem staðsettur er við sjúkrarúm.
Ef skjárinn er ekki uppi, athugið hvort kveikt sé á tölvunni með því að athuga hvort það sé ljós á takkanum sem kveikir á henni. Ef ekki, kveikið á tölvunni. Ef ljósið logar, prufið að snerta skjáinn eða kveikja á honum. Í sumum tilfellum þarf að kveikja á skjánum með fjarstýringu.
Athugið að betra er að tengja tölvuna eða spjaldtölvuna sem stjórnar tilfellinu við dúkkuna áður en sjúklingaskjárinn er tengdur henni. Ef það er ekki gert, getur verið að sjúklingaskjárinn missi samband við dúkkuna og þurfi að tengjast henni aftur.
Tölvan er uppsett þannig að hún ræsir hugbúnaðinn sjálfkrafa þegar kveikt er á tölvunni. Ef hugbúnaðurinn kemur ekki upp eða er ekki opinn, þá er hann ræstur með því að smella á táknið “Laerdal Patient Monitor” á skjáborðinu eða endurræsa tölvuna
Til þess að tengjast dúkku, þá þarf að velja viðkomandi dúkku í listanum og smella á hana. Athugið að fleiri en ein dúkka getur komið fram í listanum. Nöfn dúkkanna eru í flestum tilfellum á hægri hlið dúkkunnar þar sem kveikt er á nýju dúkkunum.
Ef dúkka eða stjórnbúnaður fyrir dúkku er ekki notaður heldur hermir á stjórntölvunni, þá kemur hann upp í glugganum “Virtual Simulator” og er valinn þar.
Þegar sjúklingaskjárinn tengist dúkkunni, kemur hann sjálfkrafa upp. Hér er hann sýndur þar sem búið er að breyta uppsettningunni með því að velja “Main setup” → “Change screen” → “BigNum” og virkja öll gildi með því að snerta þau.
Athugið að skjárinn sýnir ekki gildin fyrr en þau eru snert eins og fyrirmæli á skjánum segja til um
Hægt er að láta skjáinn sýna gildin með því að haka í öll gildin sem á að sýna í stjórnhugbúnaðinum
Athugið að skjárinn sýnir ekki upplýsingar nema vera tengdur dúkku eða hermi keyrður á stjórntölvunnitölvunni.
Keyra hermi fyrir Lleap hermikennsluhugbúnað
Ef nota á hugbúnaðinn án þess að tengja dúkku við hann, til dæmis ef leikari leikur sjúkling eða til þess að læra á hugbúnaðinn, þá er hægt að keyra hermi fyrir dúkku til þess að tengja sjúklingaskjá og stjórntölvu við.
Til þess að ræsa herminn, þá er valið “Virtual Simulator” → “Local computer” og sú dúkka valin sem óskað er eftir að herma
Þá keyrir hermir á tölvunni sem líkir eftir þeirri dúkku sem var valin. Þá er hægt að nota hugbúnaðinn með þeim takmörkum að ekki er hægt að tengja dúkku eða sjúklingaskjá aukalega
Dúkku stjórnað með spjaldtölvu
Skólinn á tvær dúkkur frá Leap ásamt tvemur Simpad auk eins sírita (patient monitor). Síritinn virkar eingöngu með “Simulation box” fyrir aðra hvora dúkkuna. Hann reynir sjálfkrafa að tengjast sömu dúkku og var síðast tengd. Til þess að setja upp hermikennslu, byrjið á því að:
· Tengja rafhlöðuna við boxið (hleðslutækið ef þarf)
· Tengið dúkkuna við boxið (ef það á að nota dúkku)
· Kveikið á boxinu og bíðið í eina mínútu (þar til bæði ljósin kvikna)
· Kveikið á Simpad og bíðið eftir að hann tengist Simbox
· Tengið netið við Simbox (gula snúran)
· Kveikið á síritanum (patient monitor, tölvan aftan á skjánum)
Athugið að Simpad slekkur á sér ef hann er ekki notaður í 30 mín
Síritinn á að ræsa öll forrit sjálfkrafa. Ef ekki, þá þarf að ræsa:
· (NDI) Screen Capture (til að sjá síritann í annari stofu)
· Laerdal Patient Monitor
Til að horfa á myndavélarnar og síritann (Axis companion og NDI Tools þarf að vera uppsett á viðkomandi tölvu):
· Ræsið NDI Studio Monitor til að sjá síritann:
o Veljið “Stofa-J205-Patient” -> “Intel HD Graphics 630 1”
· Ræsið “Axis Companion”, lykilorð er: Horfa!