...
Smelltu á + merkið til að búa til spurningu.
Veldu Formúla (e. Formula)
Búðu til heiti á spurninguna (1) og settu inn spurninguna (2).
Um leið og þú byrjar að búa til spurninguna þá opnast gluggi þar sem settar eru inn stillingar á svarinu. Spurningin birtist hér (1), sett er inn lágmark (2) og hámark (3) og skilgreina aukastafi (4).
Settu inn skilgreininguna formúlu og gakktu úr skugga um að formúlan innihaldi ekki sviga eða jafnt og merki.
Skilgreindu fjölda af svörum (1) og aukastafi (2). Veldu hvort svarið eigi að vera nákvæmt eða innan skekkjumarka (3) og stilltu síðan skekkju mörkun (4).
Upp kemur listi með mögulegum svörum.
Hægt er að veita nemendum aðgang að reiknivel í hverri spurningu (1). Hægt er að velja um venjulega (2) eða flókna (3) reiknivél.
Hægt er að tengja spurningar við Útkomu (e. Outcomes) í Canvas.
Einnig er hægt að bæta spurningu inn í banka.
Hér er hægt að stilla hvað spurningin gildir mörg stig (1), hægt er að hækka og lækka stigagjöfina með því að smella á örvarnar (2) og síðan er hægt að skrifa endurgjöf (3).
Smelltu á Lokið (e. Done) til að vista spurninguna.
Heitur reitur (e. Hot Spot)
...