...
Smelltu á + merkið til að búa til spurningu.
Veldu Heitur reitur (e. Hot Spot)
Skrifaðu inn titil á spurningu (1) og búðu síðan til spurninguna (2).
Hér þarftu annað hvort að draga inn mynd í kassan (1) eða smella á Browse til að finna mynd í tölvunni (2) til að hlaða inn í spurniguna.
Hér þarf að skilgreina svæði inn á myndinni sem er heitur reitur. Hægt er að velja ferhyrning (1), hring (2) eða marghyrning(3).
Þegar ferhyrningur og hringur er notaður (1), veldu annað hvort og dragðu bláa ferhyrninginn/hringinn yfir það svæði sem á að breyta í heitan reit (2).
Þegar marghyrningur er notaður (1), dragðu hann yfir það svæði sem á að breyta í heitan reit (2) og dragðu hann til svo hann passi á myndina.
Smelltu á örvarnar til að stækka og minnka myndina.
Veldu hverskonar heitan reit á að búa til (1), smelltu á Done til að vista reitina og smelltu á X táknið til að loka glugganum (3).
Hægt er að tengja spurningar við Útkomu (e. Outcomes) í Canvas.
Einnig er hægt að bæta spurningu inn í banka.
Hér er hægt að stilla hvað spurningin gildir mörg stig (1), hægt er að hækka og lækka stigagjöfina með því að smella á örvarnar (2) og síðan er hægt að skrifa endurgjöf (3).
Smelltu á Lokið (e. Done) til að vista spurninguna.
Pörun (e. Matching)
Smelltu á + merkið til að búa til spurningu.
...