Versions Compared

Key

  • This line was added.
  • This line was removed.
  • Formatting was changed.

Til þess að taka prófið þarft þú að hlaða niður Safe Exam Browser (SEB) á tölvuna sem þú hyggst taka prófið á og mikilvægt er að taka prufupróf (Læst prufupróf / demo) til að vera alveg viss um að allt virki á prófdegi. Best væri ef þú sæir þér tækifæri til þess að hlaða niður vafranum og taka prufuprófið nokkrum dögum fyrir prófdag svo það sé örugglega tími til þess að aðstoða þá sem þess þurfa því ekki er gott að nota hluta próftímans í tæknistillingar.

...


Athugið að tölva getur notað meiri orku en venjulega - þar af leiðandi mælum við með því að hleðslutæki séu höfð meðferðis þegar taka á próf til þess að hægt sé að hlaða tölvu ef þess þarf

Oft koma upp vandamál þegar farið er inn í próf sem veldur því að rauður skjár kemur upp. Við mælum með því að loka öllum forritum og öllum flipum í þeim vafrara sem er notaður til þess að koma í veg fyrir þessa villu

Við mælum með því að fyrri útgáfu sé eytt áður en nýrri útgáfa er sett upp þar sem upp hafa komið vandamál þar sem fleiri en ein útgáfa er uppsett á tölvu.

...

 
Ef þú lendir í vandræðum með að setja upp SEB vafrann getur þú leitað aðstoðar hjá Kennslumiðstöð með því að senda beiðni á hjalp.unak.is