Prufupróf í Inspera

Til þess að taka prófið þarft þú að hlaða niður Safe Exam Browser (SEB) á tölvuna sem þú hyggst taka prófið á og mikilvægt er að taka prufupróf (Læst prufupróf / demo) til að vera alveg viss um að allt virki á prófdegi. Best væri ef þú sæir þér tækifæri til þess að hlaða niður vafranum og taka prufuprófið nokkrum dögum fyrir prófdag svo það sé örugglega tími til þess að aðstoða þá sem þess þurfa því ekki er gott að nota hluta próftímans í tæknistillingar.

 

Vinsamlegast athugið að lágmarks útgáfa stýrikerfis á Mac tölvum er macOS 10.15 - Ekki er hægt að keyra vafrarann á eldri útgáfum


Athugið að tölva getur notað meiri orku en venjulega - þar af leiðandi mælum við með því að hleðslutæki séu höfð meðferðis þegar taka á próf til þess að hægt sé að hlaða tölvu ef þess þarf

 

Oft koma upp vandamál þegar farið er inn í próf sem veldur því að rauður skjár kemur upp. Við mælum með því að loka öllum forritum og öllum flipum í þeim vafrara sem er notaður til þess að koma í veg fyrir þessa villu

 

Við mælum með því að fyrri útgáfu sé eytt áður en nýrri útgáfa er sett upp þar sem upp hafa komið vandamál þar sem fleiri en ein útgáfa er uppsett á tölvu.

Finnið SafeExam forritið í “Applications” og dragið það í ruslið eða hægri-smellið og veljið “Move to bin”. Tæmið ruslið eftir það

 


Til þess að hlaða niður SEB smellir þú á Insperatáknið neðst á rauðu stikunni í Canvas.


Ef þú þarft að skrá þig inn þá er það sami aðgangur og á Uglu og í Canvas.



Þegar þú ert komin/n inn í Inspera velur þú Demo tests efst til hægri og velur Læst prufupróf / Demo. Smelltu á Click here to get ready.


Nú þarft þú að sækja SEB vafrann, það gerir þú með því að smella á Download. Þú velur stýrikerfi og hleður niður og setur vafrann upp.

Til þess að setja upp vafrarann, þá þarf að opna skránna og draga “SafeExam” yfir í “Applications”


ATH. Þú þarft sennilega að endurræsa tölvuna eftir að þú hefur sett SEB upp í henni.


Ef upp koma villur, þá eru leiðbeiningar hér: Möguleg vandamál við innskráningu

This browser is not correct: þarf að hreinsa Browsing data (cookies and Cache) úr vafranum, sjá þann hluta sem við á í leiðbeiningunum

Læstur skjár með rauðum bakgrunn: lokið prófinu með lykilorðinu HAprufa1 og skoðið þann hluta leiðbeininganna sem eiga við





Nú heldur þú áfram inn í prufuprófið. Smelltu á Start Test in Safe Exam Browser og samþykktu að tölvan opni SEB.



Lykilorðið inn í vafrann er (The setting password for this configuration): HAprufa1




 Smelltu núna á Start test. 



Þú sérð eina spurningu í einu og getur flett á milli þeirra neðst á skjánum.



Stundum er leyfilegt að hafa aðgang að ákveðnum efni á vefnum eða skjölum í prófum. Ef svo er getur þú annað hvort smellt á slóðina eða heitið á skjalinu neðst til vinstri.

Ef það er opið fyrir aðgang að Snara.is í prófinu og þú ert utan háskólasvæðisins verður þú að kveikja á VPN í gegnum forticlient ÁÐUR en þú opnar læsta vafrann (https://hjalp.unak.is/space/LEIB/1205567360/FortiClient+VPN)





Þegar þú hefur svarað öllum spurningum smellir þú á Submit now.


Nú er þér óhætt að loka SEB vafranum – (ef vafrinn biður um lykilorð til að loka átt þú eftir að skila prófinu – þetta lykilorð er HAprufa1 ).


 Ef þú þarft lykilorð til þess að loka vafranum þá er það HAprufa1

Stillingar á viðmóti í prófi:

Þú getur smellt á línurnar þrjár efst í hægra horninu á prófinu til að stilla viðmót.

Nr. 1 contrast - hér getur þú breytt bakgrunni prófsins
Nr. 2. Text size - hér getur þú stækkað letur svo það henti þér
Nr. 3. Hide or show remaining time - hér getur þú valið hvort tíminn sem þú átt eftir í prófinu sjáist.
Þú smellir á x í hægra horninu uppi til að loka stillingum og hefja próf.

Smelltu á x í hægra horninu uppi til að loka stillingum og hefja próf.

 
Ef þú lendir í vandræðum með að setja upp SEB vafrann getur þú leitað aðstoðar hjá Kennslumiðstöð með því að senda beiðni á hjalp.unak.is