Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

Version 1 Next »

Í kennslan mín í Uglu smellir þú á Inspera táknið (sjá svarta ör).


Hér sérðu lista yfir öll Inspera próf í námskeiðinu – Til þess að skoða prófið í Inspera smellir þú á kassann með ör uppúr (sjá gula).


Nú opnast Inspera – Til að fara yfir prófið smellir þú á Grade á bláu stikunni.


Nú færð þú upp lista yfir öll þau próf sem þú hefur aðgang að yfirferð í – Finished þýðir að prófinu er lokið og hægt er að fara yfir það.


Eftir að hafa smellt á prófið opnast þessi gluggi – þú smellir á appelsínugula takkann sem á stendur Open final grading (neðri hnappurinn er til að staðfesta einkunnir þegar búið er að fara yfir allt).



Nú opnast listi yfir nemendur – þú sérð aðeins prófnúmer og hefur ekki aðgang að nöfnum nemenda fyrr en að yfirferð lokinni.

Til að fara yfir smellir þú á prófnúmer og þá opnast úrlausn þess nemanda.


Nú sérð þú spurningar sem voru í prófinu, svartur punktur við nr spurningar þýðir að það eigi eftir að fara yfir svarið (svört ör bendir á) – til að fá upp úrlausn nemanda smellir þú á heiti spurningar (bláir stafir).


Nú sérð þú spurninguna og þar fyrir neðan svar nemanda

Svört ör: einkunn fyrir svar – þú getur smellt á viðeigandi einkunn

Rauð ör: ef þú þarft að gefa einkunn í hálfum þá smellir þú á Use decimals og skrifar einkunnina í reitinn (notar punkt í stað kommu)

Ljósgrænn hringur: Hér getur þú skipt milli spurninga þessa nemanda Blá ör: Hér smellir þú til að fara aftur í úrlausn nemandans.


Hér sérðu einkunnir fyrir hverja spurningu fyrir sig og þar fyrir ofan Total marks – einkunn nemanda á skalanum 0-100

Til að fara aftur í listann yfir nemendur smellir þú á Candidates uppi í vinstra horni.


Undir Your Grade og Grades og Final grade koma einkunnir og 0 undir marks breytist í rétta tölu eftir því sem þú ferð yfir prófin

Þegar þú hefur lokið yfirferðinni þá smellir þú á Back to overview efst í vinstra horni.



Að lokum þarf að staðfesta einkunnina – það færir einkunnir yfir í Uglu og þaðan eru þær svo færðar yfir í Canvas – til þess að hefja þetta ferli þá er smellt á Confirm final grading

Það getur tekið u.þ.b. 10-20 mínútur að færa einkunnir úr Inspera í Ugla.


Þegar einkunnir eru komnar inn í Uglu hefur þú sem kennari aðgang að nöfnum og prófnúmerum.

Smelltu á Rafræn próf við námskeiðið (svört ör).


Hér sérð þú lista yfir Inspera prófin í námskeiðinu

Þegar búið er að færa einkunnir úr Inspera birtast tvö tákn þar sem þú hefur aðgang að nafnalista með prófnúmeri nemenda (græn ör) og excel skjali með nafni og einkunn (rauð ör)

Til þess að færa einkunnir úr Uglu yfir í Canvas smellir þú á blýantstáknið (ljósblá ör).



Græn ör: Hér getur þú séð próf og niðurstöður inni í Inspera
Blá ör: Hér getur þú séð nafnalista með prófnúmerum
Rauð ör: Hér getur þú hlaðið niður excel skjali með niðurstöðum prófsins
Appelsínugul ör: Hér smellir þú til þess að færa einkunnir yfir í Canvas


Smelltu á Færa yfir í Canvas - það tekur smá tíma fyrir einkunnir að birtast í Canvas Í glugganum sérðu inn í hvaða verkefni einkunnir eru lesnar

ATH stillingar í Canvas eru þannig að einkunnir eru faldar þangað til þú póstar þeim.



  • No labels