Skip to end of metadata
Go to start of metadata

You are viewing an old version of this page. View the current version.

Compare with Current View Page History

« Previous Version 5 Current »

Opnaðu SpeedGrader fyrir verkefnið eða prófið sem á að fara yfir. Veldu næst nafnið á þeim nemenda sem þú ætlar að fara yfir verkefni/próf.


Einkunn á verkefni er í samræmi við stillingar á einkunn þegar verkefnið/prófið var búið til (1). Ef matskvarði var tengdur við verkefnið/prófið er hægt að nálgast hann með því að smella á skoða matskvarða (e. View Rubric).


Ef verkefnið er stillt að engin einkunn er gefin, staðið/fallið, þá þarf að smella á Einkunn (1) og velja lokið/ólokið/afsakað (2).


Þegar einkunn er gefin í formi prósentuhlutfalls þarf að færa töluna inn.


Ef nemandi fær of mörg stig, miðað við stillingu á einkunnargjöf fyrir verkefnið, mun Canvas láta vita.  Mögulegt er að leyfa einkunn að standa, ef gefin voru aukastig, eða leiðrétta einkunargjöfina.

Þessi viðvörun birtist við eftirfarandi tilfelli.

  • Ef fjöldi stiga er meiri en 50% hærri en möguleg stig gefin

  • Ef auka stafir er stimplaður inn( td. 500 í stað 50)

  • Ef neikvæð stig eru gefin.


Einkunn er breytt með því að smella í gluggann við hliðin á Einkunn (e. Grade) og skrifa inn nýju einkunnargjöfina.


Hægt er að eyða einkunn út handvirkt með því að smella á gluggann vð hliðin á Einkunn (e. Grade) og stroka einkunina út.

  • No labels