Kennslumiðstöð HA hefur tekið saman leiðbeiningar um nokkra þætti sem kennarar geta nýtt sér í rafrænum lotum við HA.
Kennarar
eru hvattir til að kynna sér þá möguleika sem í boði eru til að koma til móts við þá nemendur sem sæta sóttkví eða ef lotur falla niður.Hér má einnig finna frétt um miðlun rafræns efnis við HA https://www.unak.is/is/samfelagid/frettasafn/frett/rafraen-midlun-kennsluefnis-a-timum-covid
Kennarargeta alltaf bókað kennsluráðgjöf inni á http://hjalp.unak.is til að fá ráðleggingar um uppsetningu verkefna sem þeir hyggjast leggja fyrir í sínu námskeiði.
Fjarfundir
Fjarfundi er hægt að nota á fjölbreyttan máta við nám og kennslu. Kennarar geta haldið fyrirlestra í rauntíma, sett upp umræðutíma eða skipt nemendum í smærri hópa til hópvinnu. Nemendur geta kynnt hópverkefni, bæði í rauntíma eða tekið upp skjáinn hjá sér í gegnum Zoom og sent inn í skilahólf. Með því að nýta slíkt forrit í kynningar má auðveldlega sjá hvort allir hópmeðlimir séu virkir og notendur geta tekið þátt óháð staðsetningu.
Allir kennarar í HA geta fengið aðgang að fjarfundarforritinu Zoom og nemendur geta nýtt sér fría útgáfu af Zoom.
Fjarfundi er hægt að nota á fjölbreyttan máta við nám og kennslu. Kennarar geta haldið fyrirlestra í rauntíma, sett upp umræðutíma eða skipt nemendum í smærri hópa til hópvinnu. Nemendur geta kynnt hópverkefni, bæði í rauntíma eða tekið upp skjáinn hjá sér í gegnum Zoom og sent inn í skilahólf. Með því að nýta slíkt forrit í kynningar má auðveldlega sjá hvort allir hópmeðlimir séu virkir og notendur geta tekið þátt óháð staðsetningu.
Allir kennarar í HA geta fengið aðgang að fjarfundarforritinu Zoom og nemendur geta nýtt sér fría útgáfu af Zoom.
Leiðbeiningar fyrir fjarfundarforritið Zoom
Hópverkefni
Hópverkefni má setja upp á marga vegu. Gott er að hugsa fyrst um markmið verkefnisins, vinnuframlag nemenda og form námsmats.
Kennslukerfin Canvas og Moodle bjóða Kennslukerfið Canvas býður upp á skil á hópverkefnum nemenda, mikilvægt er að skoða í hvaða formi nemendur eiga að skila verkefnunum til að meta hverskonar rafrænt tól sé hentugast.
Fjölmargir kennarar eru að setja hópverkefni upp í forritinu Padlet en það virkar eins og „rafræn korktafla“ með möguleika á að safna gögnum í mismunandi formi á sama stað t.d. skjölum, myndum, upptökum, vefsíðum eða teikningum.
Leiðbeiningar fyrir Canvas
Leiðbeiningar fyrir Padlet
Rafræn próf
Rafræn próf hafa verið notuð við HA í fjölda ára. Kennslukerfin Moodle og Kennslukerfið Canvas bjóða býður upp á slíkt form. Ótal möguleikar eru á uppsetningum spurninga/verkefna innan rafrænna prófa. Hafa ber í huga hver séu markmiðin með prófinu. Þegar samin eru verkefni sem nemendur leysa heima hjá sér er gott að hafa í huga að þeir hafa aðgang að upplýsingaveitum og geta átt í samskiptum við samnemendur.
Leiðbeiningar fyrir Canvas
Umræðuþræðir
Umræður eru samvinnuverkefni þar sem nemendur bera saman reynslu og hugmyndir. Kennslukerfi HA bjóða upp á svokallaða umræðuþræði þar sem nemendur geta rætt saman innan kerfisins óháð staðsetningu. Við skipulagningu umræðna er gott að hafa í huga hvort það séu nemendur eða kennarar sem stýra umræðunum og hversu stýrandi umræðuefnið sjálft er. Mikilvægt er að nemendur geti undirbúið þátttöku sína og séu upplýstir um hvort/hvernig meta eigi þátttöku þeirra í umræðunum. Umræður geta verið allt frá stuttum einföldum svörum yfir í dýpri umræður sem krefjast góðs undirbúnings.
Fjöldi stillinga er á umræðuþráðum innan kerfanna, t.d. að láta umræðu ekki birtast fyrr en notandi hefur lagt inn svar.
Leiðbeiningar fyrir Canvas
Kynningar
Kynningar á verkefnum eða nemendum. Ótal leiðir eru í boði fyrir nemendur til að kynna efni. Snjalltæki og tölvur eru yfirleitt með innbyggð forrit sem bjóða upp á upptökur. Nemendur geta tekið upp myndbönd með snjalltækjum eða skjáupptökur í tölvum og skilað inn á skilasvæði, hvort sem er eingöngu til kennara eða einnig til samnemenda.
Fjölmörg forrit eru í boði til að leysa kynningarverkefni í upptökuformi, helst ber að hafa í huga hvort samnemendur eiga að hafa aðgang að kynningunum því ef verkefni er skilað í skilahólf í kennslukerfi hefur kennari eingöngu aðgang.
Leiðbeiningar fyrir Zoom upptökur
Leiðbeiningar fyrir Studio (Canvas) upptökur
Leiðbeiningar fyrir Flipgrid
Upptökur
Upptökur eru geta oft verið góð lausn þegar kemur að miðla efni. Okkar aðal upptökukerfi er Panopto, sem nýtist vel við upptökur á fyrirlestrum og er aðgengilegt fyrir bæði Moodle og Canvas kennslukerfi. Allir starfsmenn háskólans sem eru skráðir kennarar í Uglu hafa aðgang að Panopto.
Einnig er hægt að gera Panopto upptökur í Upptökurými sem staðsett er í G húsi.