Taka upp í Zoom

Smelltu á Record hnappinn til að hefja upptöku. Þegar smellt er á hnappinn koma upp tveir valmöguleikar, taka upp á tölvuna eða taka upp í skýið (á netið).

 

Það kemur tilkynning efst í vinstra hornið á Zoom sem gefur til kynna að upptaka sé hafin.



Þegar upptaka er í gangi, þá er hægt að setja hana á pásu eða stöðva.



Hægt er að heimila öðrum þátttakanda, eða koma í veg fyrir, að taka upp fundinn. Það er gert með því að fara í Participants, smella á More hjá viðkomandi og velja hvað skal gera.



Þegar fundur er tekinn upp í tölvunni þá kemur upp gluggi sem segir til um að Zoom sé að búa til upptökuna. Þegar prósentu talan nær 100, þá opnast mappa í tölvunni sem inniheldur upptöku af fundinum.


Ef valið er að taka fundinn upp á netinu, þá mun Zoom senda þér póst með hlekk að upptökunni þegar hún er tilbúin.