Klippiforritið í Panopto

Klippa upptöku í Panopto

Byrjaðu á því að finna efnið sem þú ætlar að klippa, smelltu á Edit til að hefja klippingu. Gott er að hafa í huga að klippiforritið er NDE (e. non destructive editor), sem þýðir að það er alltaf hægt að afturvirkja klippingu. 


Þá opnast nýr gluggi og nú er hægt að byrja að vinna í upptökunni.


Finndu hlutann  sem þú vilt klippa út úr fyrirlestrinum. Vinstri smelltu með músinni og dragðu músina yfir þann part sem þú vilt losna við. Þá kemur svona grátt svæði yfir þann hluta sem þú valdir. Til þess að losa sig við klippinguna þá þarf aðeins að hægri smella á flipann og draga gráa svæðið saman.



Þegar búið er að klippa efnið í burtu, þá þarf að smella á Publish til að staðfesta klippinguna. 



Bæta efni inn í upptöku (e. Add content)

Hægt er að bæta efni inn í upptökur á Panopto. Það er gert með því að smella á plús merkið og þá opnast gluggi með öllum möguleikunum. Hér fyrir neðan eru síðan leiðbeiningar um hvert atriði.


Hafðu í huga að staðsetning nálarinnar á tímalínunni, rauða línan á myndinni fyrir neðan, sýnir hvar efnið mun koma í upptökuni.

Bæta við streymi (e. Add a stream)

Hægt er að setja inn myndbands klippu úr tölvunni og ákveðnar tegundur af skjölum, t.d. pdf, powerpoint mp4 og fleira, inn í upptökuna. Hafðu í huga að efnið fer á þann stað í upptökunni þar sem nálin er á tímalínunni.



Þegar smellt er á Upload primary audio or video, þá opnast nýr gluggi þar sem þú velur hvað á að fara inn í upptökuna og smellir síðan á Open. 


Athugið að stærð upptöku hefur áhrif á hversu langan tíma það tekur að hlaða henni inn.


Þegar smellt er á Upload secondary video or Powerpoint þá opnast eins glyggi og birtist hér að ofan. Finndu skjalið sem þú vilt bæta við og smelltu síðan á Open.


Athugið að stærðin á skjalinu hefur áhrif á hversu langan tíma það tekur að hlaða henni inn.



Bæta við annarri Panopto upptöku (e. add a clip)

Þegar smellt er á Add a clip, þá opnast nýr gluggi þar sem hægt er að leita að þeirri Panopto upptöku sem þú vilt bæta við. Aðeins er hægt að velja eina upptökur í einu. Þegar upptaka er valin þá smellir þú á Insert, þá hleðst upptakan inn á þann stað sem nálin var á tímalínunni.

Ef þú vilt breyta staðsetningu á upptökunni, farðu þá í Contents, finndu upptökuna, færðu músina yfir hana, smelltu á punktana þrjá og veldu Edit. Ef þú vilt eyða upptökunni þá smellir þú á Delete.


Hér getur þú valið hvenær nýja upptakan á að spilast, smelltu á Save til að vista breytingarnar.



Búa til próf í upptöku (Add a quiz)

Þegar smellt er á Add a quiz þá opnast nýr gluggi, þar sem prófið er búið til. 



Hægt er að breyta tegundum á spurningum með því að smella á svæðið þar sem stendur núna Multiple Choice. Þá opnast flettigluggi þar sem hægt er að velja á milli rétt eða rangt- og tvær tegundur af fjölvals spurningum. Til að bæta við svarmöguleikum þá smellir þú á Add answer...





Öll próf eru búin til á sama máta. Þú byrjar á því að búa til spurningina, síðan svörin og velur hvaða er rétt svar. Einnig er hægt að bæta við útskýringa texta við rétta svarið. Til að bæta við annarri spurningu við prófið, þá smellir þú á Add a Question. Annars þá smellir þú á Done.


Þegar smellt er á Done þá opnast nýr gluggi með upplýsingum um prófið og stillingum sem hægt er að breyta.

Hægt er að ákveða nýja tímasetningu/staðsetningu á prófinu í upptökunni með því að breyta tímanum í Quiz Position. Einnig er hægt að ákveða hvort nemendur geti tekið prófið oftar en einu sinni (e. Allow viewers to retake this quiz), sýna nemendum einkunn eftir að hafa þreytt prófið (e. Show grade after taking this quiz) og leyfa nemendum að skoða rétt svö og útskýringar (e. Allow review of correct answers and explanations).  Auk þess er hægt að koma í veg fyrir að nemendur geti haldið áfram að horfa á upptökuna, nema að þú taki prófið og nái því (e. Block advancing in the video until answering this quiz). Ef það eru margar spurningar í prófinu þá er hægt að breyta staðsetningum þeirra með því að smella á örvarnar sem eru til hliðar við spurninguna. Til að klára uppsetingu á prófinu þá smellir þú á Finish.



Setja YouTube myndband í upptöku (e. Add a YouTube video)

Til þess að setja YouTube myndband inn í upptökuna þá þarftu fyrst að afrita hlekk af myndbandinu. Settu síðan hlekkinn í gluggann þar sem stendur Link. Hægt er að stilla hvenær myndbandið á að spilast í upptökunni í glugganum þar sem stendur Time. Hægt er að stilla hvort það eigi að spila eitthvað ákveðið tímabil í YouTube myndbandinu, það er gert með því að setja inn upphafstíma (e. Start) og lokatíma (e. End). Einnig er hægt að ákveða hvort það eigi að sýna stillingar á myndbandinu (e. Show YouTube controls) og hvort myndandið eigi að spilast að sjálfu sér (e. Autoplay). Loks smellir þú á Done til að klára að setja myndbandið inn.




Setja heimasíðu inn í upptöku (e. Add a webpage)

Hægt er að setja heimasíðu inn í upptöku, þannig að hægt sé að vafra inn á síðunni inn í upptökunni. Gefðu síðunni nafn, svo hún birtist í kafla skiptingunni (e. Table of Contents) í Panopto. Þú getur breytt hvenær vefsíðan á að birtast í upptökunni (e. Time) og ákveðið á hvaða tímalínu síðan á að birtast (e. Stream). Búðu til leitarorð fyrir síðuna svo hægt sé að leita að henni í upptökunni (e. Search keywords). Afritaðu hlekkinn af heimasíðunni og settu hann í https:// gluggann (e. Link), smelltu svo á Save.



Nú er hægt að vafra á heimasíðunni, inn í upptökunni.