Tékklistinn
Tékklistinn inniheldur leiðbeiningar og ráðleggingar til aðstoðar við að búa til skilvirkt og vinalegt umhverfi fyrir námskeið í kennslukerfi. Hægt er að nota leiðbeiningarnar á hvaða tímabili sem er í þróunarferli námskeiðs. Hvort sem um er að ræða þróun námskeiðs frá grunni eða meta uppsetningar á eldri námskeiðum.
Smelltu hér til á ná í Tékklistann sem Word skjal.
Notkun Tékklistans
Mikilvægt er að lesa vel yfir listann til þess að fá góða yfirsýn yfir öll atriðin. Leiðbeiningarnar eru notaðar við hönnun nýrra námskeiða, einnig er hægt að nota listann til að fara yfir og endurskoða eldri námskeið.
- 1 1. Upplýsingar um námskeið
- 2 2. Lærdómsviðmið
- 3 3. Uppsetning á námskeiði
- 4 4. Skipulag námskeiðs í kennslukerfi
- 5 5. Viðburðir og verkefni
- 6 6. Námsmat
- 7 7. Náms- og margmiðlunarefni
- 8 8. Námstækni og notkun tækni í námi
- 9 9. Samskipti í námskeiðinu
- 10 10. Grafísk hönnun/uppsetning, aðgengi og alhliða hönnun.
- 11 11. Stuðningur við nemendur
- 12 12. Mat á námskeiði
1. Upplýsingar um námskeið
Upplýsingar um kennara, lærdómsviðmið, námskeiðslýsing, námefni, námsmat, tímasetning kennslustunda og fyrirkomulag, skipulag mætinga, námsreglur og aðrar upplýsingar sem tengjast námskeiði skulu vera aðgengilegar nemendum. Æskilegt er að hafa upplýsingarnar bæði sem gögn í kennslukerfinu og skjöl sem hægt er að hala niður.
Upplýsingar um kennara: Nafn, tölvupóstur (með unak-póstfang), vinnusími, staðsetning skrifstofu ásamt viðtalstíma.
Námskeiðslýsing: Nákvæm yfirsýn sem inniheldur lærdómsviðmið námskeiðs samkvæmt kennsluskrá, þema og fjölda klukkustunda í samræmi við einingafjölda.
Námskeiðsáætlun: Uppbygging námskeiðs, lærdómsviðmið, tímaáætlun, kröfur og tilhögun námsmats.
Kröfur námskeiðs: Skilgreina kröfur sem gerðar eru til nemenda, til að ljúka námskeiði.
Forkröfur: Taka fram ef ákveðinnar kunnáttu er krafist af nemendum fyrir námskeiðið. Forkröfur geta verið önnur námskeið, kunnátta á forrit eða annað sem krafist er að nemendur geti framkvæmt til að vinna að settum lærdómsviðmiðum.
Tímasetningar: Allar tímasetningar og staðsetningar á kennslustundum eða fundum, hvort sem það eru eru fjarfundir eða annað.
Áætlun námskeiðs: Tímaáætlun yfir öll verkefni og próf.
Námsmat: Skilgreining á yfirferð verkefna og hvernig einkunnagjöf er háttað.
2. Lærdómsviðmið
Upplýsingar um lærdómsviðmið fyrir hvert námskeið þurfa að vera skilgreind og eins og þau birtast í kennsluskrá skólans. Viðmið skulu segja til um hvaða hæfni nemandi á að búa yfir við lok námskeiðs.
Fullnægjandi: Lærdómsviðmið koma fram í námskeiði fyrir hvert viðfang/lotu/tímabil.
Ítarleg: Þurfa að vera ítarleg og skrifuð til nemenda (dæmi: „eftir þetta námskeið/viðfang áttu að hafa á valdi þínu eftirfarandi atriði“).
Tenging: Lærdómsviðmið í námskeiði/viðfangi/tímabili/lotu og verkefnavinna þurfa að tengjast hugmyndafræðilega og vera í samræmi við hvort annað.
Mælanleg: Lærdómsviðmið þurfa að vera sýnileg og mælanleg.
Eflandi: Vitna þarf í lærdómsviðmiðin í gegnum námskeiðið og halda þeim þannig lifandi fyrir nemendur.
Samræmi: Augljóst þarf að vera hvernig efniviður, verkefnavinna og einkunnargjöf ýtir undir lærdómsviðmiðin og markmið í námskeiðinu.
3. Uppsetning á námskeiði
Skipulag á uppbyggingu námskeiðs er gert fyrir nemendur. Námskeið skal vera skipulega uppsett og augljóst hvernig nemandi nær settum lærdómsviðmiðum.
Uppbygging á námskeiði: Efniviður er flokkaður niður í ákveðna liði (dæmi: lotur, vikur, þemu). Fyrir námskeið sem hafa enga ákveðna tímaröðun þarf uppbygging að vera rökrétt og auðskiljanleg.
Röðun: Augljós uppbygging á kennslusíðu sem endurspeglar forkröfur, lærdómsviðmið, skipulag leiðbeininga, athafna og verkefna. Efniviður á námskeiði skal uppbyggður með rökræddum hætti og verkefnavinna búa til eina stóra heild sem stuðlar að því að ná viðmiðum.
4. Skipulag námskeiðs í kennslukerfi
Síðan skal endurspegla skipulag námskeiðs og á að vera auðveld í notkun fyrir nemendur. Gott er að skoða vel hvernig síðan birtist nemendum.
Skipulag: Síðan þarf að endurspegla skipulag námskeiðs.
Viðföng: Öll viðföng sem birtast á síðunni skulu vera í notkun, möguleiki að fela viðföng sem ekki eru hafin.
Aðgengi: Allar upplýsingar þurfa að koma skýrt fram á síðunni.
Uppbygging: Eftirfarandi upplýsingar eiga að koma fram á viðeigandi svæðum á síðunni, sjá í upphafi tékklistans: Yfirlit yfir atriði á uppsetningu námskeiðs.
Upplýsingar um kennara
Upplýsingar um námskeið (sjá atriði nr. 1)
Lotur/þemu/vikur (sjá nr. 5)
Hlekkir á lesefni eða námsgögn (sjá nr. 1)
Samræðuþráður (sjá nr. 9)
Kröfur um tækjabúnað/forrit, þegar við á (sjá nr. 7)
5. Viðburðir og verkefni
Í upphafi námskeiðs þurfa að koma fram upplýsingar um uppbyggingu verkefna og hvaða tilgangi þau þjóna. Auk þess þarf að útskýra fyrir nemendum til hvers er ætlast við úrlausn verkefna.
Vinnuálag: Tíminn sem fer í verkefnavinnu þarf að vera í takt við ECTS einingafjölda námskeiðs.
Listi: Upplistun á athöfnum og verkefnum sem eiga sér stað á námskeiðinu.
Merkingar: Viðburðir, verkefni, próf og annað slíkt þarf að vera sýnilegt.
Lýsingar: Öll verkefni og viðburðir þurfa að hafa nákvæmar lýsingar og innihalda allar helstu upplýsingar.
Fjölbreytileiki: Nýta fjölbreyttar aðferðir við miðlun upplýsinga til nemenda.
Þátttaka: Ýta undir þátttöku nemenda í námskeiði, t.d. með umræðuþræði. Hvetja nemendur til að taka þátt og nýta þekkingu sýna á námsefninu í öðru en verkefnavinnu.
Kröfur: Þurfa að vera skilgreindar og aðgengilegar nemendum.
Leiðbeiningar: Allar leiðbeiningar verkefna/prófa skulu vera aðgengilegar fyrir nemendur.
Gæði: Stöðluð áætlun/plan/kvarðar fyrir yfirferð á verkefnavinnu nemenda, gott er að hafa gögnin sýnileg nemendum frá upphafi hvers verkefnis.
Endurgjöf: Skipulag og áætlun kennara fyrir endurgjöf verkefna skal vera skýr, bæði fyrir einstaklings- og hópaverkefni.
Reglur: Allar reglur fyrir verkefni skulu vera aðgengilegar nemendum.
Samstarf/samvinna: Aðgengi að samstarfi milli nemenda skal vera gott og skýrt.
Þátttaka nemenda: Kröfur til nemenda um þátttöku þeirra á námskeiðinu er skýrt, bæði um einstaklings- og hópavinnu.
6. Námsmat
Á meðan námskeiði stendur þarf að fylgjast með hvernig nemendur ná að tileinka sér lærdómsviðmið þess. Einnig er mikilvægt að nemendur sjálfir geti fylgst með hvernig þeim vegnar.
Fjölbreytni: Fylgst með árangri nemenda á fjölbreyttan máta t.d. könnunum, verkefnamöppu/portfolio, jafningja- og/eða sjálfsmati, verkefnavinnu eða ritgerðum.
Samræmi: Mat á verkefnum er í samræmi við verkefnin sjálf.
Matskvarðar: Sérhæfð og innihaldsrík útskýring á mati á verkefnavinnu, kvarðar fyrir hvert verkefni.
Eftirfylgni nemenda: Nemendur ættu að geta fylgst með framgöngu sinni á námskeiðinu, einkunnabók eða Student Progress Tracking eiginleika kennslukerfis.
Endurgjöf: Skýr stefna skal vera fyrir endurgjöf, sjá hlutann um upplýsingar námskeiðs. Mat og endurgjöf á hverju verkefni þarf að vera skýr.
7. Náms- og margmiðlunarefni
Allur efniviður og stafrænt efni skal að vera í takt við tímann, virka, vera aðgengilegt á nokkrum sniðum og vitnað í á meðan námskeiði stendur.
Takt við námskeið/tímalaust: Allt efni (texti, myndir, hljóð-og myndbandsskrár) sem notað er í námskeiðinu þarf að vera í takt við námskeiðið/tímalaust.
Mörg sniðform: Leiðbeiningar þurfa/geta verið til á nokkrum sniðum, hvort sem það er í hljóð, mynd eða textaformi.
Höfundarréttur: Skilgreina þarf höfundarrétt, þegar slíkt á við.
Heimildaskráning: Allt efni þarf að notast við sama kerfi, t.d. APA.
Hlekkir: Allir hlekkir á síðunni þurfa að virka.
Auðkenni: Efni sem sem notað á námskeiði, glærusýningar eða fyrirlestraupptökur, þurfa að bera ákveðið auðkenni sem tengir það við námskeiðið.
8. Námstækni og notkun tækni í námi
Ef stuðst er við ákveðna tækni eða forrit í námskeiðinu þarf að vera til staðar stuðningur við nemendur þannig að þeir nái valdi á aðferðinni. Mikilvægt er að efla kunnáttu nemenda í átt að betri námsárangri með notkun tækni í námi.
Viðeigandi: Námskeiðið nýtir sér fjölbreytta tæknieiginleika sem styður við kennsluhætti, og ýtir undir upplifun nemenda, samskipti og samstarf.
Aðgengilegt: Tækni er aðgengileg nemendum.
Tæknikunnátta: Nemendur þurfa að vita kröfur sem gerðar eru til tæknikunnáttu þeirra.
Tækni notkun: Fram kemur allar upplýsingar sem nemandi þarf að vita til að nálgast efni/forrit.
Viðbóta forrit: Fram kemur hlekkur/hlekkir sem gera nemendum kleift að hlaða niður þeim hugbúnaði sem þarf fyrir námskeiðið.
Nauðsynlegt forrit: Skýrt kemur fram hvaða forrit/útgáfa þarf að vera til að taka þátt í áfanganum.
Kostnaður: Upplýsingar um kostnað á hugbúnaði kemur skýrt fram.
9. Samskipti í námskeiðinu
Fleiri en ein leið samskipta þarf að vera möguleg á námskeiðinu. Mikilvægt er fyrir hvern kennara að setja sér viðmið um hvernig samskiptum skal háttað.
Nethegðun: Væntingar um hegðun á samræðuþráðum, tölvupóstum og í öðrum samskiptaleiðum koma skýrt fram.
Kennari-nemandi:
Samskiptin hefjast áður en námskeiðið hefst formlega, t.d. með tilkynningu á kennslusíðu.
Kennari notast við texta, hljóðskrár, myndir og/eða myndbönd til að koma skilaboðum áleiðis.
Kennari skilgreinir í upphafi hvernig hann mun eiga í samskiptum við nemendur á meðan námskeiði stendur. Mikilvægt er að halda samskiptum gangandi yfir alla önnina.
Viðbragðstími kennara á spurningum nemenda kemur skýrt fram.
Skýrt er hvar nemendur fá fréttir/skilaboð/uppfærslur frá kennara.
Á kennslu síðunni er umræðuþráður sem heitir t.d. „Spurningar úr salnum“, sá þráður gefur kennurum kleift að svara spurningum nemenda um atriði sem vefjast fyrir nemendum. Einnig geta nemendur e.t.v. svarað hvor öðrum.
Kennari skilgreinir hvaða hegðun/vinnufyrirkomulag er ætlast til af nemendum í samskiptum. Dæmi: Vandað orðaval, stafsetningu/málfar og vera ekki lengi að svara.
Nemandi-nemandi
Samskipti milli nemenda er partur af námskeiðinu.
Boðið er upp á leið fyrir nemendur til að kynna sig fyrir samnemendum sínum.
Vera með vettvang sem ýtir undir samskipti milli nemenda og byggir þau upp. Mikilvægt er að byggja upp ákveðið tengslanet. Dæmi: Umræðuþráður þar sem nemendur kynna sig og láta nemendur svara kynningum hvors annars.
10. Grafísk hönnun/uppsetning, aðgengi og alhliða hönnun.
Uppsetning á kennslu síðunni þarf að vera skipulögð, samræmd og notendavæn bæði fyrir nemendur og kennara.
Auðkenni: Hafa eitthvað sem auðkennir síðuna, þ.e. að ekkert fari á milli mála að nemendur séu á ákveðnu námskeiði.
Uppsetning síðunnar: Uppsetning skipulögð og notendavæn.
Samræmi: Hönnun síðunnar öll í samræmi
Notast er við sömu leturgerð og stærð á síðunni
Ástæða fyrir mismunandi uppsetningu, lit, leturgerð
Gæði á myndefni, hljóði og öðru efni þar að vera í samræmi
Notkun á síðunni er notendavæn og samrýnd
Efniviður námskeiðs: Allt efni (skjöl, kynningar, hljóð- og myndskrár) er vandað og vel unnið (http://accessibility.umn.edu/ ).
11. Stuðningur við nemendur
Mikilvægt er að stuðningur við nemendur sé á kennslu síðu námskeiðs.
Aðstoð frá kennara: Augljóst skal vera hvert nemendur eiga að beina spurningum sínum, hvort sem það er til kennara, aðstoðar kennara eða stundarkennara
Tækniaðstoð: Skýrt skal vera hvert nemendur eiga að leita til ef þeir lenda í tæknilegum erfileikum.
Viðbótar aðstoð/úrræði: Allar upplýsingar um hvert nemendur geta leitað ef þeir þurfa sérstaka aðstoð t.d. námsráðgjafa, aðstoð frá bókasafni
12. Mat á námskeiði
Nemendur hafa möguleika að meta námskeiðið, kennslu síðuna og þá tækni sem notuð var. Mikilvægt er þó að hvetja nemendur til að láta vita á meðan námskeiðið stendur yfir ef athugasemdir hafa t.d. áhrif á árangur þeirra á námskeiðinu.
Mat á námskeiði, yfir misserið: Nemendur geta lagt mat á námskeið á meðan á því stendur.
Viðbrögð: Ákveðið hefur verið hvernig bregðast skuli við mati nemenda á námskeiðinu, bæði á meðan því stendur og við lok.
Mat á námskeiði, í lokin: Nemendur geta lagt mat á námskeiðið við lok þess.
Kennslu síða námskeiðs: Nemendur geta lagt mat á síðuna og tækni sem notuð var.