Nýtt starfsfólk / New staff
Þessi síða er ætluð til að auka og auðvelda þér aðgengi að margvíslegri fræðslu og upplýsingum sem tengist kennslu í HA. Kennslumiðstöð Háskólans á Akureyri (KHA) heldur utan um þessa síðu. Önnur markmið og hlutverk KHA er að veita fagleg aðstoð við kennara í þróun kennsluhátta, hvort sem er í staðar- eða fjarnámi, í formi almennrar ráðgjafar, námskeiða og þróunarstarfs með áherslu á sviði upplýsingatækni og kennslufræði.
Rafræna þjónustuborð Kennslumiðstöðvar HA (KHA)
Hvernig á að senda inn verkbeiðni?
Farið er inn á vefsíðu Þjónustborðs HA og notandi skráir sig inn.
Þar næst velur notandi hvaða deild og hvað hann þarf aðstoð með. Einnig er hægt að leita.
Beiðnin er fyllt út og send af stað fær notandinn tölvupóst því til staðfestingar.
Hér er hægt að kynna sér Vinnuverklag KHA Þjónustuborðs
WiFi - Eduroam
Eduroam er kerfi samtengdra auðkenningarþjóna hjá rannsókna- og háskólanetum víðsvegar í heiminum.
Með tengingu við Eduroam, geta notendur háskóla og rannsóknastofnana tengst netum annara Eduroam tengdra aðila víðs vegar um heiminn, með því að auðkenna sig við eigin auðkenningarþjóna. Viðkomandi háskóli eða rannsóknarstofnun veitir einnig utanaðkomandi aðilum (þ.e. aðilum frá öðrum Eduroam tengdum stofnunum) aðgang að sínu eigin neti undir sömu formerkum.
FortiClient VPN
Hægt er að tengjast netkerfi Háskólans með VPN (Virtual Private Network) og fá þannig aðgang að gagnasöfnum líkt og tölvur sem tengdar eru staðarneti Háskólans.
Snjallkort - starfsmannaskírteini
Snjallkortið er allt í senn:
aðgangskort að prentkerfinu
bókasafnskort
aðgangskort að húsnæði HA
Teams Símkerfi
Hér má finna leiðbeiningar um símkerfi háskólans.
Prentkerfi HA
Prentkerfið er skýjalausn og gerir okkur kleift að senda prentverk frá tölvu upp í prentskýið og ná svo í það á hvaða prentara sem er í skólanum.
Ugla
Ugla er upplýsingakerfi HA og slóðin inn á hana er https://ugla.unak.is.
Office 365
Háskólinn er með leyfissamning við Microsoft um aðgengi nemenda og starfsmanna um Office 365. Þetta er því þannig hagað að allir nemendur eru með notanda inn á Office 365 gátt skólans og inniheldur, póstinn, office pakkann og OneDrive.
Til að skrá sig inn á Office365, farðu inn á http://office.unak.is
Canvas - almennt og Canvas - kennarar
Canvas er kennsluumsjónarkerfi Háskólans á Akureyri.
Panopto upptökukerfi
Panopto er upptökukerfi háskólans, en kerfið er uppsett í kennslustofum sem upptökur fara fram.
Orri
Fjárhagskerfið heldur utan um bókhald ríkissjóðs og stofnana ríkisins.
Mannauðskerfið heldur utan um starfsmanna- og launagreiðslukerfi ríkisins.
Vinnustund er vaktaáætlunar- og viðverukerfi.