Turnitin
Turnitin er forrit sem notað er í þeim tilgangi að koma í veg fyrir ritstuld. Með því að senda efni í gegnum forritið gerir það notendum kleift að skoða samsvaranir sem finnast milli innsenda efnisins og þess sem fyrir er í gagnasafninu. Turnitin greinir ekki einungis ritstuld heldur leiðir líka til bættra vinnubragða við heimildanotkun og ritgerðasmíð. Hér á landi var innleiðing Turnitin samstarfsverkefni allra íslensku háskólanna en nú hafa framhaldsskólarnir bæst í hópinn og eru að taka sín fyrstu skref í notkun forritsins.
Gæðaráð Háskólans á Akureyri hefur samþykkt að öll lokaverkefni í grunn- og framhaldsnámi verði keyrð í gegnum Turnitin. Kennurum er einnig frjálst að nota Turnitin í öðrum verkefnum.
Sífellt fleiri kjósa einnig að nota Turnitin fyrir önnur verkefni og nýta sér þá forritið sem matstæki. Auk ritstuldavarnanna bíður Turnitin uppá góð verkfæri til að fara yfir verkefni nemenda á fljótlegan hátt. Með endurgjafahluta Turnitin geta kennarar skilað til nemenda yfirförnum verkefnum og hefur til þess mismunandi matstæki sem eru auðveld í notkun og flýta fyrir allri yfirferðarvinnu á verkefnum.
Á heimasíðu Turnitin má finna ýmislegt fróðlegt efni um notkun forritsins.
Við ritsmíðar er mikilvægt að hafa í huga reglur Háskólans á Akureyri um viðurlög við ritstuldi nr. 757/2006 með breytingu nr. 546/2009