Shared with Everyone mappa
Á fyrri stigum OneDrive varð sjálfkrafa til mappa hjá öllum sem hét “Shared With Everyone” og var hugsuð sem einföld leið til að deila gögnum með öllum innan sömu stofnunar. Sjálfkrafa var skjölum í þessari möppu deilt með öllum með netfang innan sömu stofnunnar.
Þessi mappa verður ekki lengur sjálfkrafa til þegar nýjir notendur notendur eru stofnaðir svo þeir sem hafa fengið @unak.is nýlega geta reiknað með að hafa ekki að hafa slíka möppu í OneDrive hjá sér.
Við mælum þó með að allir athugi hvort slík mappa sé í OneDrive hjá þeim og ef hana er að finna að færa gögnin úr henni á aðra staði og eyði möppunni.
Skráðu þig inn á portal.office.com
Veldu Onedrive úr valmyndinni sem þú færð upp með því að smella á táknið efst vinstramegin á skjánum
Athugaðu hvort einhverstaðar í listanum hjá þér sé mappa sem heitir “Shared with Everyone”. Ef hana er ekki að finna þarftu ekki að aðhafast neitt frekar.
Opnaðu möppuna og færðu skrárnar í henni á aðra staði, það gerirðu með því að hægri smella á hverja skrá og velja “Move to”
Eyddu möppunni með því að hægri smella á hana og velja “Delete”