Hvernig á að setja skrár á svæðið

Það er gott að vita hvernig maður kemur skrám á OneDrive svæðið til að geta notað þetta fína úrræði.

Það eru tvær leiðir til að koma skjölum á OneDrive svæðið þitt. Fyrri leiðin er að smella á upload hnappinn og þá opnast guggi þar sem þú getur valið skránna, eða skrárnar, sem þú vilt setja inn.

Seinni leiðin er þá að hreinlega draga skrárnar úr skráarglugga yfir í vafrann og líkt og hitt þá er hægt að taka eina skrá eða margar í einu.