Office 365

Hver og einn notandi háskólans hefur tækifæri til að setja upp 5 samtíma útgáfur af Office pakkanum.

 

 

Uppsetning fyrir nemendur og starfsmenn

Eftirfarandi eru leiðbeiningar um hvernig má setja upp Office 365 á Windows 10. Hver starfsmaður og nemandi má setja upp Office 365 á allt að 5 tölvum.

  1. Farið inn á https://365.unak.is og skráið ykkur inn.

  2. Smellið á "Install Office" og svo á "Office 365 apps"

     

  3. Þá kemur smá gluggi sem segir þér hvað þú átt að gera, dæmi hér að neðan.

  4. Þá er bara að gera eins og glugginn sagði, keyra skránna, segja já og vera nettengd/ur þar til uppsetningu er lokið. Leyfið breytingar ef Windows biður um slíkt.

     

Uppsetning fyrir útstöðvar starfsmanna

Hér má finna leiðbeiningar um hvernig má setja upp Office 2016 upp á Windows 10. Þessi uppsetning er notuð á allar útstöðvar skólans.

  1. Opnaðu Sofware Center.

     

     

  2. Smelltu á Applications og veldu þar Microsoft Office Professional Plus og smelltu á Install

     

     

  3. Þá keyrist Office hugbúnaðurinn inn á vélina hjá þér.

 

Uppsetning á Office á MacOS

Hérna eru upplýsingar um hvernig við setjum upp office pakkann á MacOS vélar.

Uppsetning á Office í iPad/iPhone

Hérna eru upplýsingar um hvernig er best að setja upp office pakkan á iOS vélbúnað (iPad/iPhone)

Ef þú hefur eitthvað notað iPhone eða iPad þá ætti þetta ekki að vera flókið í uppsetningu. Það er hægt að setja upp Word, Excel og Powerpoint frítt á Apple App Store.

Þá er bara að fletta í gegnum kynninguna sem kemur þegar appið er opnað, en í lokin kemur innskráningargluggi og þú velur innskráningu (e. Sign In). Þá er bara að setja inn HA notandanafnið þitt og skrá þig inn.

 

Svona gengur þetta fyrir sig á hverju og einu appi og þar með ertu komin(n) með office á iPad/iPhone.

 

 

Uppsetning á Office á Android

Til að nota office pakkann á Android þá er hvert og eitt forrit sótt í Google Play og notandinn þinn svo skráður inn.  Hérna eru linkar í þessu helstu forrit.

Hafið í huga ef upp kemur villan "Device is not compatible" þá er Android tækið þitt ekki stutt af Microsoft.

Þegar forritið er keyrt í fyrsta skipti þá kemur eilítil kynning sem þarf að fletta í gegnum þar sem innskráningin er í síðasta glugganum. 

 

Þá er bara að skella inn HA notandanafninu þínu inn og ýta á next.

 

Þá kemur innskráningargluggi háskólans og þú setur inn HA notandann þinn (með @unak.is) og lykilorðið og smellið á Sign in.

 

Þar með er appið orðið tengt við notandann þinn og við OneDrive svæðið þitt og þú kemst í viðeigandi skjöl beint í gegnum appið.

 

Fjarlægja Office úr tölvu

Einfaldasta leiðin til þess að fjarlægja Office pakka af vél er að ná í og keyra þessa skrá.

Chrome

  1. Í neðra vinstra horninu, ýttu á örina hliðina á o15CTRRemove og veldu Show in Folder.



  2. Tvismelltu á o15CTRRemove til að keyra tólið.

  3. Veldu Next og fylgdu leiðbeiningum.

  4. Þegar þú serð Uninstallation successful skjáinn, fylgdu leiðbeiningum og endurræstu tölvuna.

  5. Eftir að þú endurræsir tölvuna. Þá getur þú sett upp office aftur.

 

Internet Explorer / Edge

  1. Neðst á skjánum, ýttu á Save.

  2. Í kassanum þar sem niðurhalið klárast veldu Open.

  3. Veldu Next og fylgdu leiðbeiningum.

  4. Þegar þú serð Uninstallation successful skjáinn, fylgdu leiðbeiningum og endurræstu tölvuna.

  5. Eftir að þú endurræsir tölvuna. Þá getur þú sett upp office aftur.

Uppsetning á tvíþátta auðkenningu

Í boði er fyrir starfsfólk Háskólans á Akureyri að virkja tvíþátta auðkenningu Two-Factor við Office365.

Því fylgir að ekki er mögulegt að nálgast póst eða aðrar upplýsingar úr skýjinu nema með bæði lykilorði og síma starfsmanns. Annaðhvort með SMS eða snjallforriti.

Eftir að Kennslumiðstöð hefur virkjað tvíþátta auðkenningu eru skrefin eftirfarandi.

Kveikja á tvíþátta auðkenningu

  1. Náið í Microsoft Authenticator af Play Store (Android) eða App Store (iPhone).

  2. Skráð inn með notanda í skýjið, 365.unak.is, og smellt á Next til að hefja ferli.

     

  3. Næst er valið hvort að það eigi að nota smáskilaboð (SMS) eða setja upp app í snjallsíma.

    1. Ef nota á SMS er valið í efri reitnum Authentication phone, símanúmer slegið inn með lansnúmeri fyrir framan.
      Svo er hakað við Send me a code og smellt á Set up.

    2. Ef nota á snjallsíma er valið Mobile app og hakað við Receive notifications for verifaction. Smellt á Set up.

    3. Því næst er forritið "Microsoft Authenticator" sótt í Play Store eða App Store.
      Þegar forritið er uppsett er farið í punktana efst hægramegin og valið Add Account, því næst smellt á "Work or School account".
      Þá ætti að kvikna á myndavélinni og taka skal mynd af QR kóðanum sem birtist á tölvuskjánum.

  4. Nú ætti uppsetningu að vera lokið og eingöngu eftir að staðfesta auðkenninguna. SMS ætti að berast í símann eða tilkynning frá forriti.
    Númerið úr SMS skilaboðunum eru slegin inn á skjá en ýtt á Approve í appi.

Tapað símtæki?

Ef þú týndir símtækinu þá þarft þú stofna beiðni á hjalp.unak.is eða hafa samband við okkur í síma 894-0513.