Outlook
Outlook hluti Office 365 geymir allan póst sem er sendur á notandann þinn í HA. Vefpósturinn kemur með Office pakkanum.
Pósturinn í Android
Hægt er að fara ýmist í Google Play og leita að Outlook eða nota þennan hlekk til að sækja Outlook fyrir Android. Því næst er að smella á Install til að setja appið upp á Android tækinu þínu.
Þegar búið er að setja appið upp þá er bara að opna og hefja uppsetningu á póstinum. Einfaldast er að smella stax á Get Started.
Næst er að velja réttan reikning (e. account) til að setja upp á Android tækinu, sem í þessu tilfelli er Office 365.
Þá kemur upp innskráningarglugginn frá Microsoft þar sem sett er inn HA notandanafnið. Þegar það er komið þá kemur redirect gluggi sem beinir á innskráningarsíðu HA.
Þegar komið er á HA innskráningarsíðuna þá er að setja inn HA notandanafnið aftur, ef það er ekki þar inni fyrir, lykilorðið í reitinn fyrir neðan og svo velja Sign in.
Eftir þetta þá fer appið í að setja allt upp og gera klárt og þegar því er öllu lokið þá færðu upp Inbox.
Pósturinn í iOS (iPhone/iPad)
Byrjum á því að smella á settings flettum niður í "Mail, Contacts, Calendars"
Hægra meginn í valmyndinni veljum við Add Account og þá fáum við upp eftirfarandi valmynd og þar veljum við Exchange eða Office 365 ef það er hægt.
Þá þarf bara að skella inn innskráningarupplýsingum sem er þá HA notandanafnið þitt (HA tölvupóstfangið þitt), lykilorð, setja inn lýsingu (e. Description) og smella á Next.
Þarna fer allt af stað og á iPad/iPhone að sækja allar stillingar sjálfkrafa og þá kemur bara upp skjár sem þú velur hvað þú vilt synca niður á tækið og ýtir svo á save.
Núna er pósturinn þinn kominn í iPad/iPhone tækið þitt.
Pósturinn í Outlook
Byrjum á því að ræsa Outlook í fyrsta skipti. Til að svo að fara á næsta glugga þá er bara að smella á Next.
Næsti valmyndargluggi spyr hvort þú viljir bæta við póstaðgangi, sem við viljum jú gera, og þá er bara að velja yes og smella á Next.
Núna erum við komin með gluggan þar sem allt kjötið fer á beinin. Hérna setur þú inn fullt nafn í fyrsta gluggan, í næsta glugga fer svo netfangið þitt, þvínæst setur þú lykilorð þitt í síðustu tvo gluggana og smellir svo á Next.
Ef allt hefur verið sett upp þá rúllar þetta bara sjálfkrafa í gegn og þú ýtir á Finish þegar allt er komið. Ef það kemur rautt X einhversstaðar, líklegast í síðasta liðnum, þá hefur eitthvað klikkað í notandanafni eða lykilorði. Best er að skrá sig inn í vefpóstinn til að ganga úr skugga um að notandanafn og lykilorð séu öruggleg að virka.
Þegar þú hefur náð að smella á Finish þá ertu komin með háskólapóstinn í Outlook.
Sjálfvirkt svar (out of office)
Outlook forritið
Opnaðu Outlook og smelltu á FILE.
Smelltu á Info og síðan á Automatic Replies (Out of Office)
Fylltu út þær upplýsingar sem þú vilt að komi fram í sjálfvirka svarinu og veldu á hvaða tímabili þú vilt að skilaboðin séu virk.
Smelltu á OK til að staðfesta.
Outlook á vefnum
Skráðu þig inn á vefpóstinn. Efst á síðunni til hægr er tannhjól, smelltu á það.
Smelltu síðan á Sjá allar stillingar í Outlook.
Smelltu á Sjálfvirk svör og fylltu út þær upplýsingar sem þú vilt að komi fram í sjálfvirka svarinu og veldu á hvaða tímabili þú vilt að skilaboðin séu virk.
Smelltu síðan á Vista til að vista skilaboðin.
Sjálfvirk undirskrift í tölvupósti
Háskólinn á Akureyri notar sjálfvirka undirskrift til þess að skrifa undir alla tölvupósta senda frá starfsmönnum.
Dæmi um undirskrift - Þessi undirskrift birtist þegar tölvupóstur er sendur í fyrsta skiptið
Dæmi um undirskrift senda í svari - Þessi undirskrft birtist eftir að stóra undirskriftin hefur verið notuð.
Slökkva á tilkynningum frá Outlook í tölvunni
Outlook forritið
Opnaðu Outlook forritið og smelltu á File, veldu Options og síðan Mail.
Skrunaðu niður þar til þú sérð Message arrival og taktu hakið úr kassanum Display a Desktop Alert.
Tilkynningar í Windows
Hægri smelltu á verkefnastikuna og veldu Taskbar settings.
Skrunaðu niður þar til þú sérð Notification area og smelltu á Select which icons appear on the taskbar.
Leitaðu að Microsoft Outlook - You have new unread e-mail messages, veldu Off til að slökkva á tilkynningum frá forritinu.
Outlook - vef útgáfan
Smelltu á tannhjólið, sem er efst hægra megin á síðunni.
Veldu síðan Sjá allar stillingar í Outlook.
Undir Almennt, veldu Tilkynningar.
Hér er hægt að gera breytingar á því hvernig tilkynningar eru frá forritinu. Mundu að vista allar breytingar.
Matseðillinn í Outlook
Bæta við RSS í Outlook: https://www.matsmidjan.is/is/moya/extras/matsedlar/kaffiholl/rss