Ugla
Ugla er upplýsingakerfi HA og slóðin inn á hana er https://ugla.unak.is. Nemendur og starfsfólk háskólans hafa aðgang að eigin heimasvæði á Uglu og þar má m.a. finna bókalista, upplýsingar um námsferla, stundaskrár, tilkynningar, fréttir frá skólanum, auglýsingar frá háskólanum o.fl.
Það er mjög áríðandi að skoða Ugluna daglega þar sem allar breytingar á stundaskrám birtast þar.
Við innskráningu í Uglu á að nota @unak.is í notendanafni við innskráningu, eins og í öðrum kerfum Háskólans á Akureyri (t.d. Canvas og Outlook).
Bókalisti í námskeiði (e. Course material)
Leið 1
Hægt er að nálgast bókalista námskeiðs með því að smella á nafn námskeiðs.
Smelltu næst á Bókalisti.
Þá kemur upp bókalisti fyrir námskeiðið.
Leið 2
Einnig er hægt að smella á Uglan mín og velja síðan Námskeiðin mín
Veldu námskeiðið sem á að skoða Bókalistann.
Smelltu næst á Bókalisti.
Þá kemur upp bókalisti fyrir námskeiðið.
Breyta forsíðu (e. Change frontpage)
Til að gera breytingar á forsíðu Uglu, smelltu á Breyta forsíðu.
Þá opnast gluggi með valmöguleikum sem þú getur bætt við á forsíðuna þína í Uglu. Smelltu á hnappinn fyrir framan hvert atriði til þess að setja það inn (grænn litur) eða taka það út (grár litur).
Hægt er að færa atriði inn á forsíðunni með því að smella á gluggann og draga hann á nýtt svæði á síðunni.
Smelltu loks á Vista breytingar þegar búið er að ákveða hvað á að birtast á forsíðunni.
Skoða stundaskrá (e. My timetable)
Á forsíðu Uglu, smelltu á Uglan mín.
Smelltu næst á Stundataflan mín.
Hér sérðu stundatöfluna fyrir vikuna. Hægt er að skoða næstu vikur með því að smella á örvarnar fyrir ofan töfluna (inn í rauða hringnum).
EInnig er hægt að finna flipann Dagurinn, sem er inn á forsíðu Uglu, til að skoða hvernig stundataflan er fyrir daginn í dag.
Skrá úr námskeiði (e. Unregister from course)
Til að skrá sig úr námskeið þarftu að smella á Uglan mín.
Veldu næst Námskeiðin mín.
Fyrir aftan hvert námskeið er tákn sem er fyrir úrskráningu úr námskeiði. Þú velur það og Ugla leiðir þig áfram.
Þegar þú hefur staðfest úrskráninguna birtist Úrsögn við námskeiðin sem þú valdir í Uglan mín->Námskeiðin mín.
Staðfesta skráningar í námskeið misseris (e. completed course registration)
Til að staðfesta skráningu þarf að smella á staðfestingar borðann (e. Click here to completed the course registration for the semester) sem kemur upp á forsíðu Uglu.
Þegar smellt er á borðinn þá opnast ný síða þar sem hægt er að sjá hvaða námskeið þú ert skráð/ur í. Þarna getur þú skráð þig úr námskeiðum og skráð þig í námskeið.
Að lokum velur þú hvort þú ætlar að sækja kennslustundir í HA eða stunda námið mestu leyti í gegnum netið og ýtir á "Vista“.
ATH þó þú breytir ekki skráningu þinni í námskeið á misserinu er mikilvægt að þú ýtir á "Vista" á þessari síðu því þannig staðfestir þú skráningu þína í námskeið sem þú ætlar að sitja og skráningu þína í lokapróf.
Námsferlum þeirra sem ekki staðfesta skráningu sína í námskeið á hverju misseri fyrir sig er lokað því litið er svo á að þeir ætli ekki að sitja námskeið né taka lokapróf.
Velja prófstað (e. Testing sites)
Ath: Aðeins er hægt að breyta prófstað á ákveðnu tímabili. Sá tími er auglýstur hverju sinni.
Smelltu á Uglan Mín,
Smelltu á Breyta prófstað.
Námskeiðin þín birtast og þú getur skráð prófstaðinn þinn í hverju og einu prófi.