OneDrive
Allir notendur fá aðgang að 1TB geymsludrifi sem heitir OneDrive. Þetta er mjög hentugt til að geyma öll skólagögn, og meira til, og nýtist líka vel til hópavinnu.
Farðu á http://office.unak.is til að skrá þig inn á Office 365 og þar hefur þú aðgang að OneDrive.
Hvernig á að setja skrár á svæðið
Það er gott að vita hvernig maður kemur skrám á OneDrive svæðið til að geta notað þetta fína úrræði.
Það eru tvær leiðir til að koma skjölum á OneDrive svæðið þitt. Fyrri leiðin er að smella á upload hnappinn og þá opnast guggi þar sem þú getur valið skránna, eða skrárnar, sem þú vilt setja inn.
Seinni leiðin er þá að hreinlega draga skrárnar úr skráarglugga yfir í vafrann og líkt og hitt þá er hægt að taka eina skrá eða margar í einu.
Deila skjölum
OneDrive gefur okkur mjög öfluga valmöguleika í skjaladeilingum og er því mjög gott til að vinna saman með skjöl. En það er líka gott að hafa smá útlistun og leiðbeiningar um notkun á þessum fítusum.
Fyrst skulum við skoða hvernig við deilum skrám með öðrum. Það er hægt að fara tvær leiðir að því og svo er einn valmöguleiki með skrár sem er ekki á möppum. En förum yfir þetta núna.
Til að deila skjölum þá þarf að haka við það sem á að deila, með því að smella aðeins fyrir framan skrárnar eða möppurnar og ýta svo á share hnappinn.
Hin leiðin er svo að ýta á þrjá punktana sem eru fyrir aftan nafnið á skránni og velja share í glugganum sem kemur.
Eftir að smellt er á share þá kemur upp glugginn þar sem þú getur sett inn þá aðila sem þú vilt deila skránni með, ásamt skilaboðum. Í efsta gluggann er tölvupóstur viðkomandi settur inn og kerfið leitar að notandanum þannig að þú ættir að geta staðfest um að póstfangið sé rétt, ef það er rangt þá kemur villa eins og er á myndunum hér að neðan. Í neðri gluggann getur þú skrifað skilaboð sem viðkomandi fær í tölvupósti. Hægra meginn við viðtakendur er valgluggi þar sem þú getur sett hvaða réttindi á að gefa, Can edit fyrir full réttindi og Can view ef það á bara að vera lesréttindi.
Ef um er að ræða skrá þá bætist við auka valmöguleiki sem heitir Get a link. Þennan valmöguleika er hægt að nota ef þú vilt deila út á netið og sleppa við innskráningu. Þetta gefur því fólki bara online möguleika á því að lesa eða lesa og skrifa skjalið með þér. Það er því nóg að smella á Create link til að búa til slóðina og gera hana virka og svo smella á disable þegar þú vilt gera slóðina óvirka.
Ef smellt er svo á Shared with þá sérðu hverjir eru með réttindi að skránni og hvaða réttindi eru á hverjum og einum aðila, ásamt því að geta breytt þeim réttindum.
Þá er líka hægt að sjá á aðalglugganum með hverjum þú ert að deila skjálinu, það kemur fram í Sharing dálkinum.
Deila gögnum í takmarkaðan tíma og verja gögn með lykilorði (OneDrive)
Þegar þú ert á OneDrive í vefvafranum, smelltu á punktana þrjá og síða Share.
Smelltu á People you specify can edit og veldu Anyone with the link.
Hér getur þú stillt hversu lengi viðkomandi á að hafa aðengi að gögnunum og/eða sett lykilorð á gögnin. Smelltu á Apply til að vista.
Skrifaðu núna tölvupóstinn hjá þeim sem á að fá gögnin eða afritaðu hlekkinn að gögninum og sendu á viðkomandi aðila.
Núna er viðkomandi kominn með gögnin, sem eru bara aðgengileg í ákveðin tíma.
OneDrive án Client
Open Internet Explorer and log on to https://unak-my.sharepoint.com/personal/USERNAME_unak_is/documents/ where USERNAME = your username.
After signing to Office 365, navigate to OneDrive for Business, and copy the URL. It should be https://unak-my.sharepoint.com/personal/USERNAME_unak_is/documents/ where USERNAME = your username.
Right-click the Computer icon from your Windows desktop, and then click Map Network Drive.
Select a Drive and then paste the URL you copied before in the Folder input box.
Make sure the check boxes of Reconnect at sign-in and Connect using different credentials are selected, and then click Finish.
When you are prompted to enter your credentials, use USERNAME@unak.is where USERNAME = your username, and then Click OK.
You should now have a mapped drive to your OneDrive.