Prentkerfi
Háskólinn er með samstarfssamning við Origo um prentlausn sem kallast Rent a prent. Þetta er skýjalausn og gerir okkur kleift að senda prentverk frá tölvu upp í prentskýið og ná svo í það á hvaða prentara sem er í skólanum.
Hægt er að prenta, ljósrita og skanna á öllum fjölnota vélunum. Sumar geta einnig heftað og gatað.
Kostnaður
Til þess að geta prentar/ljósritað/skannað þarf að leggja pening inn á prentkvóta viðkomandi. Það er gert á þjónustuborði í Miðborg eða bókasafni.
Verðlistinn er eftirfarandi:
Til þess að geta prentar/ljósritað/skannað þarf að leggja pening inn á prentkvóta viðkomandi. Það er gert á þjónustuborði í Miðborg eða bókasafni.
Verðlistinn er eftirfarandi:
Til þess að geta prentar/ljósritað/skannað þarf að leggja pening inn á prentkvóta viðkomandi. Það er gert á þjónustuborði í Miðborg eða bókasafni.
Verðlistinn er eftirfarandi:
Sv/Hv | Litur | |
---|---|---|
A4 öðru megin | 10 kr. | 20 kr. |
A4 báðu megin | 15 kr. | 30 kr. |
A3 öðru megin | 20 kr. | 40 kr. |
A3 báðu megin | 30 kr. | 60 kr. |
Skannað | 2 kr. | 2 kr. |
Prentun
egar búið er að senda skjal á prentskýið er hægt að ná í það á hvaða prentara sem er tengdur prentkerfinu.
Svona ferðu að:
senda skjal á prentskýið
finna hentugan prentara
skrá þig inn í prentarann
velja "Secure print"
velja skjalið sem á að prenta út
velja "print and delete"
ATH sjálfvirk stilling á prenturum er að prenta báðu megin í svarthvítu.
Ef prenta á skjalið með öðrum stillingum þarf að breyta þeim áður en skjalið er sent (í tölvunni) eða áður en það er prentað út (á prentara)
Uppsetning á prentkerfi HA
Uppsetning á windows
Hægt er að setja upp tengingu við prentkerfið á Windows tölvum. Svona er það gert:
Ýta á Windows takkann á lyklaborðinu
skrifa eftirfarandi í leitargluggann \\prent.unak.is\print
ýta á Enter
skrá inn HA netfagið (allt netfangið, líka @unak.is)
skrá inn lykilorðið
ýta á Enter
Windows setur upp prentrekilinn og þarf að smella á "Install Driver" þegar sá gluggi kemur upp. Eftir það er prentarinn klár.
Uppsetning á macOS Catalina
Náið í eftirfarandi skrá til að setja upp prentarann. Sækja.
Opna skrána þegar hún er komin í tölvuna. Keyra uppsetninguna til enda.
Opna System Preferences í gegnum merkið uppi í horninu vinstra megin.
Veljið þar Printers & Scanners
Þá kemur upp gluggi sem sýnir uppsetta prentara á vélinni. Smellið þar á + neðarlega í vinstra horninu til að bæta við prentara. Þá opnast Add Printer glugginn
Veljið IP flipann og skráið inn eftirfarandi upplýsingar:
Address: notandi@prent.unak.is
Protocol: Line Printer Daemon - LPD
Queue: Mac
Name: prent.unak.is
Location:
Use: Smellið á Select Software → Veljið Canon iR-ADV C5235/5240 PS og ýta á OkSmellið á Add og prentarinn er tengdur.