Word
Breyta PDF skjali í Word
Opnaðu Word, smelltu á File og Open.
Smelltu á Browse og veldu skjalið sem þú vilt vinna með.
Þá kemur upp gluggi sem lætur þig vita að þú ert að fara breyta pdf skjalinu í Word skjal. Smelltu á OK.
Þá opnast skjalið í Word og núna er hægt að vinna með það.
Í lokin er síðan hægt að vista skjalið aftur sem pdf, með því að fara í File, Save as og velja pdf sem tegund af skrá.
Búa til atriðaskrá í Word (e. index)
Merktu við orðið sem á að bæta við í atriðaorðaskránna og smelltu á Mark Entry.
Þá opnast nýr gluggi, hér er hægt að gera breytingar á atriðinu sem á að merkja. Ef þú vilt bara merkja orðið, þá er nóg að smella á Mark. Þegar orð hefur verið valið þá fær það merkingu í textanum, XE "TEXT", til að sýna að orðið er í atriðiaorðaskránni.
Hægt er að gera breytingar á því hvort blaðsíðutölurnar sé feitletraðar og/eða með ítölsku viðmóti.
Endurtaktu liðinn hér að ofan o veldu öll þau orð sem eiga að vera í atriðiaskránni.
Um leið og búið er að merkja við öll orðin, þá þarf að búa til atriðaorðaskránna. Vertu á þeirri blaðsíðu sem skráin á að vera, smelltu á References og veldu Insert Index.
Þá opanst nýr gluggi og hér er hægt að gera breytingar á skránni. Allar breytingar sem þú gerir birtast í Print Preview glugganum. Smelltu síðan á OK til að bæta atriðaskránni við skjalið.
Sameiginleg sniðmát
Hægt er að opna sameiginleg Office sniðmát í gegnum Word og Powerpoint.
Sniðmát í Word (e. template)
Til að nálgast sniðmát í Word þá þarft þú að opna nýtt Word skjal og smella á Shared.
Þá opnast svæði með öllum sniðmátum sem þú hefur aðgang að.
Þá opnast sniðmátið, mundu að smella á Enable Editing áður en þú byrjar að vinna í skjalinu.