Hermisetur


Stjórnbúnaður hermisetursins samanstendur af myndavélakerfinu Xprotect frá framleiðandanum Milestone, hússtjórnarkerfinu Crestron og hermikennslukerfinu LLeap frá framleiðandanum Laerdal.

Hentugast er að byrja á að:

  • Kveikja á þeim dúkkum sem á að nota og bíða eftir hósta og- eða öndunarhljóði.

  • Ræsa tölvu eða spjaldtölvu sem á að nota til þess að stjórna viðkomandi dúkku og tengjast dúkkunni. Athugið að hægt er að stilla forritið þannig að það tengist sjálfkrafa þeirri dúkku sem var síðast í notkun. Því þarf að ganga úr skugga um að það hafi tengst réttri dúkku í hvert skipti.

  • Ræsa sjúklingaskjá og láta hann tengjast viðkomandi dúkku. Athugið að hægt er að stilla skjáinn þannig að hann tengist sjálfkrafa þeirri dúkku sem var síðast í notkun. Því þarf að ganga úr skugga um að hann hafi tengst réttri dúkku í hvert skipti.

  • Ræsa Milestone Xprotect forritið og velja réttan hljóðnema