Stillingar á matskvarða (e. Rubric)

Opnaðu matskvarðann og smelltu á blýantinn



Ef það á að skrifa athugasemdir við mat á nemendum í SpeedGrader þarf að haka við Ég skrifa lausar athugasemdir við mát á nemendum (1). Þegar þetta er valið þá þarf að fara handvirkt yfir verkefni nemenda.

Hægt er að Fjarlægja punkta úr matskvarða (2). Þá eru stig ekki veitt í matskvarða, þó er hægt að fara yfir verkefni nemenda miðað við uppsetningu matskvarða.

Ef Lærdómsviðmið, eiginleiki í Canvas, er notaður þá þarf að velja Ekki birta niðurstöður í lærdómsleikni einkunarbók (3) ef niðurstöður úr verkefni eiga ekki að koma fram í Útkoma (e. Outcome). Þá geta nemendur séð niðurstöður í einkunarbók og á matksvkarða í verkefninu en ekki í einkunnarbók um Lærdómsviðmið.

Hægt er að Fela heildareinkun fyrir niðurstöðu (4).



Hægt er að gera eftirfarandi:

  • Breyta matskvarða með því að smella á blýantinn (1)

  • Skipta matskvarða út fyrir annan (2)

  • Til að eyða matskvarða er hægt að smella á ruslatunnuna (3)

  • Til þess að loka honum og fara aftur í verkefnið eða prófið skal smella á x uppi í hægra horninu (4)